Eiga þeir von á úldnum fisk?

Það hefur kannski hvarflað að einhverjum að ég sé gagnrýnin á hugarfar ýmissa mikilsvirtra hugsuða. Sá hinn sami hefur rétt fyrir sér. Hugarfarsvilla andskotans hefur tekið sér bólfestu í hugarheimi ýmissa mætra manna. Það er hugarfarið sem ber að beina sjónum að en ekki þeir einstaklingar sem villuhugsunin hefur tekið sér bólfestu í.

Mikið skal lagt á þjóðina til þess að reisa við trúverðugleika Íslendinga. En hvað var það sem brást, jú það var fjármálakerfið og nýfrjálshyggjan. Fjármálakerfið og hin nýfrjálsa hugsun brugðust vegna þess að stoðir hvortveggja eru morknar. Hvers vegna ætti að reyna að reisa við traust á einhverju sem er dæmt til þess að þjóna engu nema aukinni vesæld?

Ég endurtek að það var hugarfarið og kerfið sem brást. Traust erlendra þjóða á íslenskri vöru er enn til staðar. Eða á einhver von á því þjóðir heims trúi því að nú fari Íslendingar að selja úldinn fisk?

Traust erlendra aðila á íslenskum bönkum og stjórnarfari er ekki lengur til staðar og verður ekki endurreist nema að útlendingar séu það vitlausir að þeir fari að trúa því að gott væri að fá meira af því sama, þ.e.a.s. yfir sig íslenskan glæpalýð sem hefur af þeim sparnað. Á hinn bóginn má spyrja hvort við höfum áhuga á því að vekja traust spákaupmanna sem sjá ljóstýru í því að geta grætt meira á íslensku þjóðinni en ráðamenn eru að gera hana berskjaldaða fyrir áhlaupi þeirra.


mbl.is Mikilvægast að gengið styrkist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vissulega er það rétt, það var hugarfarið og kerfið sem brást.

En þjóðin á að taka á sig skaðann sem aðrir hafa valdið. Það er ekkert vit í þessu.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 16:09

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Auðvitað er ekkert vit í þessu. Hér er verið að keyra allt til andskotans. Núverandi stjórnvöld eru á nákvæmlega sama kúrs og þau fyrri enda að hluta til sama fólkið.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.2.2009 kl. 16:16

3 Smámynd: Hlédís

Ég fer að hallst að því. Jakobína - ef ekki heyrist einu sinni stuna né hósti frá "Björgunarsveit Heimilann" um að kveða beri niður Verðtryggingar-drauginn!

Hlédís, 11.2.2009 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband