Vantraustið afmarkað við glæpamenn

Reynsla listamanna styður það viðhorf að vantrú á íslensku bankakerfi smitar ekki yfir á útflutning listar og menningar.

Almenningur erlendis heimfærir ekki glæpsamlega hegðun manna í bankageira og meðal íslenskra stjórnvalda yfir á íslenskan almenning.

Kjaftæðið um trúverðugleika Íslands er leikur í menningarheimi valdhafanna í alþjóðlegu peningaumhverfi.

Íslenskum ráðamönnum langar svo að vera trúverðugir í augum kollega sinna erlendis að þeir gleyma því sem skiptir máli, þ.e.a.s. almenningur og velferð hans.

Nú er verið að ljúga því í kastljósi að efnahagur á Íslandi sé að batna en á sama tíma er verið að segja frá því að atvinnuleysi fari vaxandi.

Við skulum spyrja okkur að því hvers efnahagur sé að batna.

Látum þessa áróðurssérfræðinga ríkisstjórnarinnar ljúga að okkur.


mbl.is Kreppan selur íslenska tóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

14.000 manns. Takk fyrir takk.

Rut Sumarliðadóttir, 11.2.2009 kl. 20:08

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Góður punktur hjá þér Jakobína.

hilmar jónsson, 11.2.2009 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband