Hvers vegna ekki lýðræðislegt kerfi Steingrímur?

Ég get ekki lesið annað út úr viðtali við Steingrím J. Sigfússon á Nei að honum finnist stjórnkerfi sem tryggi aukið lýðræði algjör óþarfi. Hann telur að nægilegt sé að aðeins heiðarlegir menn og konur stundi pólitík.

Ég veit ekki hvort Steingrímur er svona barnalegur eða hvort honum hugnist ekki að kerfið verði honum ekki eins þægilegt ef hann kemst til valda eins og það hefur verið sjálfstæðismönnum.

Eitt get ég fullyrt og ég tel mig vera frekar glögga í mati á mannlegu atferli, að gráðugir einstaklingar munu ávallt sækja í valdastöður (þó ekki bara þeir). Það er því bráðnauðsynlegt að byggja upp kerfi sem dreifir valdi en það er vel hægt með vandaðri stjórnarskrá.

Stal eftir farandi frá Bjarna Harðar

Fjórflokkurinn er allur samspyrtur og margflæktur hagsmunum þeirra afla sem farið hafa með og fara enn með fjárhagslegt forræði atvinnuvega landsmanna. Fáir stjórnmálamenn eru svo lítilssigldir að hafa ekki þegið einn eða fleiri styrki frá útrásarvíkingunum blessuðum. Meiru varðar þó að sömu víkingar hafa um áratugi haft fjárhagslega heilsu sjálfra flokksvélanna í landinu í hendi sér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband