Hvernig valdið er tekið frá þjóðinni

Ég hef oft gert grein fyrir því hvernig sjálfsstæðisflokkurinn hefur markvisst komið hér að fasistastjórn gegn um árin þó ég hafi ekki kallað hana því nafni. Flest sem einkennir stjórnarfar á Íslandi undanfarin ár kemur heim og saman við stjórnarfar fasismans. Rökræða hefur verið drepin niður og stjórnmálamenn eru orðnir svo skyni skroppnir að þeir hafa fá tæki orðræðulistarinnar á sínu færi önnur en að uppnefna fólk. (13. feb.09) Á mbl.is "Sagði Össur að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekkert getað gert í Evrópumálum nema að búa til „tvíhöfða þurs“, eins og hann kallaði Evrópunefnd flokksins."

Síðasta stórverk sjálfstæðismanna var að gera leynisamning við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem er þekkur fyrir að skilja lönd eftir í fátækt og vesöld.

Aðferðafræði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins byggir á því að hann gerir leiftursókn á lönd sem fasistastjórnvöld hafa komið í mikil vandræði. Siðblindir einstaklingar á borð við Davíð Oddson hafa þá gjarnan verið við völd um nokkurt skeið og komið öllu til fjandans með spilltu stjórnarfari.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lánar þá fjármuni gegn því að taka yfir stjórn landsins í ótiltekinn tíma. Ísland er nú í þessum fasa, þ.e.a.s. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fer hér með hin raunverulegu völd.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gefur yfirvöldum hér fyrirmæli sem miða að því að draga allt þol úr þjóðabúinu. Þetta er gert meðal annar með því að gera hluta mannauðsins í landinu óvirkan. Með þessu er verið að draga getu þjóðarbúsins til þess að standa undir skuldum við lánadrottna.

Þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er búin að ná takmarki sínu eru sendir inn hrægammar til þess að hirða auðlindir þjóðarinnar.

Þetta er gert í boði:

Davíðs Oddssonar

Björns Bjarnasonar

Finns Ingólfssonar

Halldórs Ásgrímssonar

Geirs Haarde

Árna Matthiesen

Ingibjargar Sólrúnar

Össurs Skarphéðinssonar

Valgerðar Sverrisdóttur

Siv Friðleifsdóttur

Friðriks Sóphussonar

Sigurðar Einarssonar

Bjarna Ármannsonar

Heiðars Más

Björgólfs Guðmundssonar

Björgólfs Thors

Bakkabræðra

Jóns Ásgeirs

og hinna sem teljast til útrásarvíkinganna ásamt nokkura embættismanna, lögfræðinga og endurskoðenda.

Félegt það...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Samt eru enn til fólk sem styður þessum mönnum sem ganga frjálsir um eins og fínir menn eins og ekkert hafi í skorist. Fólk hefur heldur ekkert mikið val í kosningum og Þegar við mótmælum áframhaldandi áhrif þessa manna er það sagt vera einelti.
Við sitjum fast í gildru.

Heidi Strand, 12.2.2009 kl. 07:54

2 Smámynd: Offari

Málið er að enginn gerir neitt til að sporna við þessu. Smáflokkar hafa ekki fengið nægjanlegt fylgi til að geta unnið gegn þessu. Samstaðan er horfin þótt hún hafi komið í ljós þegar gamla ríkisstjórnin var rekin. En það sem við tók lagar ekkert ástandið því ekki er heldur samstaða um að leyfa þessari stjórn að gera breytingar.

Offari, 12.2.2009 kl. 10:36

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ættjarðarfjötra fyrir þau okkar sem eru orðin of gömul til að flýja land. Ef ég væri 10 árum yngri væri ég farin af skerinu. Geir finnst ekki ástæða til að biðjast afsökunar á sínum þætti. Fyrrverandi æðsti maður landsins. segir meira en mörg orð.

Rut Sumarliðadóttir, 12.2.2009 kl. 11:39

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er ekki von að hann biðji afsökunra. Björn Bjarnason var búin að panta óeirðabíla frá Danmörku löngu áður en skrifað var undir samninga. Þetta var fyrirfrma ákveðið

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.2.2009 kl. 12:49

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Allt þett við borgum ekki kjaftæði og neyðarlögin eru leiksýning í boði sjálfsstæðisflokkins

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.2.2009 kl. 13:22

6 Smámynd: Heidi Strand

Við þurfum fleira mótmælendur við Seðlabankann. Flest þeirra sem þar mætir eru sama fólki dag eftir dag og gott væri að dreifa mótmælunum á fleira manns.

Heidi Strand, 12.2.2009 kl. 13:47

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína og takk fyrir.  Mögnuð lýsing.

Ég er reyndar ekki alveg trúaður á að þetta sé gert með vilja.  Og svo eigum við að halda okkur við allan sannleikann og bæta við nöfnum Jóhönnu Siguðardóttir, Steingríms J Sigfússonar og Þorvalds Gylfasona.

Það er aldrei of seint að snúa við úr Hrunadansinum, ekki á meðan jörðin hefur ekki opnast.  Núverandi stjórn framdi stærsta glæpinn.  Hún brást vonum okkar um ANDSTÖÐU.  Í raun er sá glæpur meiri að drekkja drukknandi manni viljandi við meinta "björgun" hans, en sá glæpur  að kasta honum fyrir borð upphaflega.   Á meðan hann er á lifi og svamlar í sjónum, þá er alltaf von.  En núna er þetta eins og hjá KK í Vegbúanum  "Vonin horfin á veg, flogin í burt".

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.2.2009 kl. 15:31

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það skiptir ekki máli hvort til staðar sé miðlægur vilji eða ekki. Þetta er skaðræði í boði græðgisafla Ómar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.2.2009 kl. 15:53

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Þar er ég algjörlega sammála þér.  Vona að Hörður lesi þennan pistil þinn og haldi síðan niður á Austurvöll.   Það þarf að hrekja óþurftaröfl IFM frá völdum.  STRAX

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.2.2009 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband