Auðlindir í iðrum jarðar

Á Íslandi eru gríðarleg auðæfi falin í orkuauðlindum og vatnsforða. Vatnið sem rennur til sjávar á Íslandi dugar 80% af heimsþörfinni á neysluvatni en víða er nú skortur á vatni en það skapar eftirspurn eftir okkar vatni. Aukin eftirspurn eykur verðmæti vöru og þar með hagkvæmni þess að gera hana að útflutningsvöru.

Auðvaldið ágirnist þessi auðæfi.

Það er eðli auðvalds að ágirnast auðæfi hvar sem þau birtast. Eðli auðvalds er siðblinda sem skirrist ekki við að skapa fátæk og eymd í fótspor auðvaldsins. Sagan hefur margsannað þetta. Ekki eru nema sextíu ár síðan að grimmd í æðstu valdastöðum skapaði miklar hörmungar í Evrópu.

Í skjóli fáfræði almennings um þær auðlindir sem búa í iðrum jarðar á Íslandi hóf fámennur hópur Íslendinga áhlaup á Íslenska ríkið til þess að færa þessar auðlindir í eigu fárra. Fiskurinn, orkan og vatnið eru í sigti þessara aðila. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Einmitt og við megum ekki setja þetta í hendur örfárra aðila sem sópa auðæfunum til sjálfra sín fram hjá þjóðinni. Nóg er nú samt.

Kannski Össur hreppi forstjórastólinn fyrst Geir H. Haarde náði ekki að sitja sig inn í hann.

Gæti alveg trúað að hann hafi haft augastað á honum.

Vilborg Traustadóttir, 12.2.2009 kl. 17:51

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Auðvitað eiga auðlindirnar að vera hjá þjóðinni en ekki í kjafti græðgisafla

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.2.2009 kl. 20:06

3 identicon

Vandamálið er að græðgisvæðingin er ekki bundin við ísland og erlendar auðkeðjur hafa augastað á Íslandi.  Að sjálfsögðu - og ekki síst núna þegar eiginr eru á brunaútsölu eftir viðskiptaferla gjaldþrota-snillinganna.

Þær eru komnar með langa arma sína hingað.

Neysluvatn er þverrandi auðlind.  Hér eru auðlindir s.s. drykkjarvatn sem er verðmæt vara og á eftir að verða margfalt verðmætari eftir því sem árin líða.

 Staðreyndin er að nú þegar eru erlendar auðkeðjur búnar að leggja slöngurnar í vatnslindirnar hér.

Hve ginnkeyptir erum við Íslendingar núna ? 

Á að halda áfram að láta rugludalla mergsjúga þjóðina og framtíðartekjur okkar ?

Þessu þarf að stýra þannig að stórslys verði ekki.

Og það skeður ekki af sjálfur sér.

Höfum við eitthvað lært ?

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 20:36

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Íslendingar þurfa að vera meðvitaðir um þessa vá.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.2.2009 kl. 20:48

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

80% af vatnsþörf segiru? Það er dáldið stórt hlutfall. Þá er ekkert annað að gera en stofna almenningshlutafélag um auðliindina þar sem hver núlifandi íslendingur fengi sitt hlutabréf sem og allir ófæddir íslendingar við fæðingu, fengju arð á hverju ári og að í lög verði sett að allt vatn á íslandi sé og verði ævarandi þjóðareign sem aldrei megi undanskilja eignarrétti hennar.

Arinbjörn Kúld, 12.2.2009 kl. 21:16

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ráðamenn vorir virðast vilja drekka allt þetta vatn sjálfir.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.2.2009 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband