Ekki fjárhagsleg aðstoð til endurbyggingar, heldur fjárhagslegt valdarán

 Um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn

Ef lántökulandið býr yfir miklum auðlindum sem AGS eða önnur stórfyrirtæki ágirnast, og takist landinu að standa skil á greiðslum til sjóðsins, þá beitir sjóðurinn vöxtum sem vopni. Þeir hafa sjálfir rétt á að endurskoða vexti lánanna reglulega, og hafa ekki hikað við að hækka vextina nógu mikið, þegar til þarf, til að landið komist í vanskil. Þá er það leikur einn fyrir AGS að gera kröfu til auðlinda landsins, og selja þær í hendur erlendra fjárfesta sem blóðmjólka svo lántökulandið svo lengi sem þeir geta.

Margir virtir hagfræðingar og fjármálasérfræðingar hafa bent á að ekki sé nóg með að skilyrðin sem AGS setur á lönd hefti samfélagshæfni landanna heldur auka þau einnig á neyð og fátækt lántökuþjóðanna. Hvort tveggja hindrar landið í að uppfylla kröfurnar sem sjóðurinn setur um fjárhagslega uppbyggingu, samtímis því að torvelda löndunum að standa í skilum.

Í Apríl 2000 skrifaði ríkisstjórn Tanzaníu undir og gekk að öllum 158 skilyrðum AGS fyrir uppbyggingu efnahagsins, sem eins og venjulega hljóða upp á einkavæðingu stofnanna og fyrirtækja, þar á meðal heilsugæslunnar sem áður var ókeypis og sölu á öllum helstu náttúruauðlindum. Ráðstöfunarfé heimilanna hefur dregist saman um meira en 30% síðan AGS tók yfir efnahag landsins, ásamt því að ólæsi hefur aukist gífurlega og yfir helmingur landsmanna lifir nú við skort.

Ofangreindur texti er úr grein á Nei


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mjög mikilvægt að vera vakandi yfir starfssemi AGS hér á landi og hvert þeir stefna á hverjum tíma.

Saga sjóðsins gefur tilefni til þess.

M.ö.o. ekki er nóg að vona það besta.

Pínleg athugasemd þeirra varðandi menntunar- og hæfniskröfur næsta seðlabankastjóra segir nokkuð um á hvaða plani afskiptasemi þeirra getur verið. 

Ég stóðst ekki mátið í hádeginu og bloggaði um það hér.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband