Viðbjóðurinn bullar

Ógeðfelld áróðursauglýsing Rauða Krossins vakti athygli mína í gær. Spurningar vöknuðu strax um það í boði hverra þetta blygðunarlausa athæfi væri.

Boðskapur auglýsingarinnar var til almennings að hann skyldi taka viðbjóðnum sem auðmenn í landinu hafa dreift yfir þjóðina af gagnrýnisleysi og helst skyldi almenningur ekki einu sinni ræða saman um þennan viðbjóð. Áróður forheimskunnar.

Það kemur fram á Eyjunni í dag að þessi viðbjóður er í boði Ólafs Ólafssonar sá hins sama og tók stöðu gegn krónunni og heimtar 600 milljarða af þjóinni sem hann hefur tekið þátt í að draga í skítinn.

Eftirfarandi kemur fram á Eyjunni:

Velgerðarsjóðurinn Aurora, sem auðmaðurinn Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa og Alfesca, og kona hans Ingibjörg Kristjánsdóttir landslagsarkitekt, standa á bak við, veitti í gær Rauða krossinum 20 milljóna króna fjárstyrk sem meðal annars á að verja til að veita fólki sálrænan stuðning vegna efnhagsþrenginganna í landinu.

Frá þessu er sagt á fréttavef Morgunblaðsins í dag.

Ólafur Ólafsson hefur verið í sviðsljósinu að undanförnu vegna margs konar umdeildra fjármálagjörninga í tengslum við Kaupþing þar sem hann var stór eigandi fyrir hrun bankans.

Í stjórn velgerðarsjóðsins situr m.a. Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings. Hann hefur ekki síður verið í sviðsljósinu í tengslum við bankahrunið og efnahagsþrengingarnar.

Athygli vekur að í fréttatilkynningu frá Aurora-sjóðnum um úthlutunina eru nöfn stofnenda og stjórnarmanna hvergi nefnd og aðeins vísað á heimasíðu sjóðsins á netinu um frekari upplýsingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ólafur Ólafsson úr S hópnum er einn af skuggalegustu fjárglæframönnum landsins og fékk Búnaðarbankann gefins á sínum tíma. Þessi milljarður sem er í sjóðnum er illa fengið fé sem hann ætti að skila aftur til þjóðarinnar.

Finnur Bárðarson, 13.2.2009 kl. 17:13

2 identicon

Takk fyrir að standa vaktina á þessu ágæta bloggi þínu.

Hulda Hákonardóttir (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 18:04

3 Smámynd: Hlédís

Alveg getur 'þetta' verið makalaust ósvífið pakk!

Hlédís, 13.2.2009 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband