Hunsa velferð fjölskyldna

Er hægt að trompa svíðingshátt stjórnmálamanna hér á landi? Fjölskyldur eru í verulegum vandræðum og horfa fram á að geta ekki einu sinni uppfyllt þarfir barna sinna. Fjölskyldufaðir fyrir vestan segir segir frá því að hann sé að missa húsið og þurfi að taka börn sín úr leikskóla vegna þess að enga vinnu er að fá.

Fjölskyldufaðirinn segir þjóðina þreytta, fólk vilji ekki hlusta á meira karp um Davíð Oddsson, eða hvaða stjórnmálaflokkur eigi hvaða frumvörp á þingi, nú sé kominn tími til þess að leysa vandamál fjölskyldufólks áður en verulega illa fer.

Þetta er akkúrat mín tilfinning. Þjóðin er þreytt og ringluð vegna framferði stjórnmálamanna sem karpa endalaust en koma litlu í verk.

Fáránleikinn blasir við þegar skoðað er að Orkuveitan seldi Finni Ingólfs aflestramæla á öllum heimilum á svæðinu fyrir 260 milljónir og fær hann nú 200 milljónir á ári í leigu, 8.000 frá hverju heimili hef ég heyrt. Hvernig væri að láta þessar 200 milljónir í eitthvað af viti frekar en að vera að þvinga borgarbúa til þess að greiða Finni Ingólfssyni skatt?

Hvers konar fáránleiki er þetta? Geta stjórnmálamenn hér á landi ekki gert neitt annað en að þjóna græðgiöflunum en hunsa velferð barnafjölskyldna. Menn eru gjörsamlega óskammfeilnir og blygðunarlausir.

Og hvað sagði Sölvi Tryggvason í Kastljósi á föstudag. Efnahagsbrotadeild er að rannsaka eitt mál.

Hver vill búa í landi sem stjórnað er af Sjálfstæðisflokk, framsókn og samfylkingu?

Þetta sukk er í boði þessara flokka og þvertengdrar valdaklíku þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand


Nei takk!!!!!

Heidi Strand, 15.2.2009 kl. 07:59

2 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Ætli Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafi bannað að hróflað verði við íbúðakerfinu og lángreiðslum almennings?

Margrét Sigurðardóttir, 15.2.2009 kl. 10:02

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Margrét ég er nánast viss um það.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.2.2009 kl. 11:25

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

...að sjálfsstæðisflokkur og samfylking hafi skrifað undir þetta en þetta er dauðadómur yfir samfélginu eins og við þekkjum það.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.2.2009 kl. 11:26

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Og nú eru VG komnir að kjötkötlunum...hvað gera þau?

Ekkert og það þýðir ekkert fyrir þau aða segja að þau geti ekkert gert.

Þau ERU stjórnvöld núna.

Vilborg Traustadóttir, 15.2.2009 kl. 12:51

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Finnur finnur lítið fyrir kreppunni. Finnur hann yfirleitt?Flott pr. fyrir Framasókn.

Ef það fer ekki að koma að því að vertryggingin verði afnumin og lán fyrir íbúðakaupum ekki lækkuð kemur að því að fólkið hættir að borga. Kemur að sjálfu s´r þegar hluti af þjóðinn flytur úr landi og hinn er atvinnulaus. Það skyldi þó aldrei verða svo að atvinnuleysingjar og öryrkjar og  gamalmenni yrði þeir sem borga skuldirnar.  Held reyndar að við ættum að vera löngu búin að því að gera það. Þeas. hætta að borga. Komið nóg af humm og hammi. Ekki meiri sandkassaleiki.

Rut Sumarliðadóttir, 15.2.2009 kl. 13:04

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þrymur hér er grein um mælanna

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.2.2009 kl. 16:05

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þrymur það á enginn að græða á því að mælt sé hversu mikið við kaupurm af tiltekinni vöru.

Þetta er bara hluti af hitaveitunni sem við kaupum.

Eigum við kannski að borga Finni líka fyrir þegar eitthvað er vigtað fyrir okkur í verslunum?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.2.2009 kl. 17:01

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta er dæmi um þessar ógeðslegu ranghugmyndir gróðahyggjunar.

Að aðili megi misnota valdastöðu til þess að hafa fé af fólki.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.2.2009 kl. 17:03

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Finnur kaupir mælanna á 260 millj gerir fimm ára samning um leigu fyrir 200 millj á ári. Gróði fyrir tímabilið 780 milljónir. Takk fyrir í boði borgaranna. Líka þeirra atvinnulausu sem ekki hafa lengur bolmagn til þess að sinna þörfum barna sinna eða lenda á vergangi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.2.2009 kl. 17:08

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sé ekki að þessi löggilding skipti miklu máli þegar þeim sem sjá um hana er ekki treystandi til að fylgja ketti yfir götu.

Löggilding á að skapa traust. Þegar aðilar sem framkvæma hana njóta ekki trausts er hún tilganglaus.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.2.2009 kl. 18:16

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ertu ekki farin að rugla saman eplum og appelsínum Þrymur

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.2.2009 kl. 18:43

13 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er að tala um þá sem græða á starfseminni. Það er lítið á því græðandi að kaupa löggildingu ef kostnaðurinn af því er meiri en sparnaðurinn.

Annars vorum við að tala um hitaveitu aflestrarmæla var það ekki. Skil ekki hvað þetta löggildingarkjaftæði kemur þeim við.

Finnur Ingólfsson græðir 780 milljónir á því að orkuveitan les af mælum almennings.

Í raun eru hitaveitumælar óþarfir. Það er hægt að rukka eftir fermetrafjölda húsnæðis. Kostnaður orkuveitunnar er að mestu leiti fastur þannig að það ætti ekki að koma að sök og almenningur gæti sparað skattinn til Finns.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.2.2009 kl. 21:09

14 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þrymur þessir mælar eru ekki neitt testaðir. Ég þekki ekki neitt fólk sem hefur verið að fá löggildingarmenn inn á heimilin til þess að löggilda mælanna þeirra.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.2.2009 kl. 21:32

15 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er verið að borga leigu fyrir þessa óþörfu mæla. Þetta er í raun bara skattur sem fer í vasa Finns.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.2.2009 kl. 21:33

16 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Finnur græðir 780 milljónir á fimm árum

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.2.2009 kl. 21:35

17 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

...og orkuveitan er með skuldsettari fyrirtækjum landsins

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.2.2009 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband