Múgsefjun í boði Vilhjálm Bjarnasonar

Fyrir hvern flytur Vilhjálmur Bjarnason áróður. Hann flytur erindi í Hallgrímskirkju sem hann kallar: „Hvernig gat íslensk þjóð leiðst út í skuldir sem eru hærri en tölum tekur?“

Fyrirgefðu íslenska þjóðin leiddist ekki út þessar skuldir heldur voru það valdhafar sem kölluðu þetta yfir þjóðina með vaxtastefnu sem var vís til þess að kalla á þessa niðurstöðu.

Þú áttir þinn hlut í þessu ekki satt. Þú sast í nefnd sem átti að innleiða ákvæði í ESB samningnum sem hefði getað fyrirbyggt Icesave ósómann. Það átti að vera búið að innleiða ákvæðið í september árið 2007. Hvers vegna var það ekki innleitt?

Bæði Bretar og Hollendingar innleiddu þetta ákvæði í sínum heimalöndum.

Nú er allt á leiðinni til andskotans í boði þeirra sem tóku þátt í þessum ósóma og þú ferð í kirkjur og segir fólki að vera sorgmætt en ekki reitt.

Skammastu þín Vilhjálmur

 


mbl.is Aldrei of blönk til að hugsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Jónsson

Biddu.

Skil ég þig rétt??

Seljandi verkfæris, sem svo er notað til að drepa með, er hann ódæðismaðurinn, ekki kaupandinn sem notaði verkfærið til drápsins ???

Björn Jónsson, 15.2.2009 kl. 16:44

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sé ekki alveg réttmætið í þessari samlíkingu. Ég veit ekki betur en að það sem kjósendur keyptu af Geir Haarde fyrir síðurstu kosningar hafi verið "traust efnahagsstjórn". Held að mjöðurinn sem hann svo afgreiddi hafi verið eitraður.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.2.2009 kl. 16:56

3 identicon

Það er eitt sem ég veit og það er þetta; á mesta hagsældartímabili í sögu efnahagsmála á Íslandi gerði almenningur eitt og það var að auka við skuldir sínar en ekki að greiða niður skuldir.  Ekki er ég undantekning frá þessari reglu og get einungis við mig sakast.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 17:01

4 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Það er náttúrlega ekki múgsefjun hjá Herði Torfa og hans liði. Mér finnst Vilhjálmur yfirleitt tala skynsamlega og á skiljanlegu máli.

Ragnar Gunnlaugsson, 15.2.2009 kl. 17:02

5 identicon

Bankarnir, stjórnvöld og fjölmiðlar tóku höndum saman og leiddu grunlausan almenning út í skuldafenið. Við trúðum því að fjölmiðlar væru ekki að ljúga að okkur. Mistökin eru fólgin í því að við notuðum bankana sem ráðgjafa, þeir segjast líka vera það og eigum við ekki að trúa þeim?

Allir þessir aðilar eru ennþá að segja okkur til verka. Þetta er sama fólkið! Við aftur erum ekki sama fólkið því við erum sífellt fleiri sem neitum að trúa lyginni áfram. Vilhjálmur er að gæta hagsmuna hluthafanna, ekki heimilanna.

Það er enginn málsmetandi að hugsa um hagsmuni fjölskyldna, bara nýju fjöldasamtökin um hagsmuni heimilanna. Ingólfur í spara.is er líka að hugsa um fjölskyldurnar. Af hverju þykir stjórnvöldum ekki vænt um íslenskar fjölskyldur?

Rósa (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 17:09

6 identicon

Hvaða nefnd var það sem átti að vera búin að innleiða þetta ákvæði í ESB samningnum í september 2007? Hverjir sátu í þessari nefnd? Hvers vegna vann hún ekki vinnuna sína?

Er einhver sem veit? Upp á borðið með það.

Hulda Hákonardóttir (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 17:12

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Fólk hefur alltaf þurft að taka húsnæðislán. Á þessu svo kallaða hagsældartímabili bauð ríkisstjórn sjálfstæðisflokks upp á kolvitlaus mælikerfi (vísitölugrunn og okurvexti) sem mældi hér allt til andskotans.

Það er engin spurning, og þetta styðja erlendir fræðimenn, að það var arfavitlaus peningastefna og últrafrjálshyggja (gróðinn einkavæddur en tapið ríkisvætt) sjálfstæðisflokks sem keyrði hér allt til fjandans

Það eru bara vitleysingar eins og þið sem reynið að kenna almenningi um þetta.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.2.2009 kl. 17:12

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Í tilskipun ESB er heimild til að takmarka ábyrgð á innstæðum fagfjárfesta, s.s. ríkja, sveitarfélaga, tryggingafélaga o.s.frv. Ef heimildin er nýtt eiga þessir aðilar ekki rétt á greiðslum vegna innstæðutrygginga. Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneytinu er misjafnt hversu aðildarlönd ESB hafa gengið langt við að nýta sér heimildina (MBL 20 nóv sl).

Viðskiptaráðuneytið fékk ábendingu um það árið 2006 að e.t.v. væri rétt að nýta heimildina. Þetta var í ráðherratíð Jóns Sigurðssonar, þáverandi formanns Framsóknarflokksins. Hinn 30. maí 2007 skipaði nýr ráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, nefnd til að yfirfara ákvæði laga um innstæðutryggingar. Nefndin átti að ljúka störfum í september sama ár. Nefndin hélt fjölmarga fundi en hefur ekki formlega lokið störfum.th_lazy II

Geir Haarde segir "þarna var einhver undanþága sem menn nýttu sér ekki".

Í nefndinni sitja

Áslaug Árnadóttir, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu, formaður,

Sigríður Logadóttir, aðallögfræðingur Seðlabanka Íslands, samkvæmt tilnefningu Seðlabanka Íslands,

Gunnar Viðar, lögfræðingur, samkvæmt tilnefningu SFF, varamaður Margrét Sveinsdóttir, lögfræðingur,

Árný Guðmundsdóttir, lögfræðingur, samkvæmt tilnefningu Fjármálaeftirlitsins, varamaður Guðbjörg Bjarnadóttir, lögfræðingur,

Vilhjálmur Bjarnason, hagfræðingur, samkvæmt tilnefningu Samtaka fjárfesta.

Jónas Þórðarson, framkvæmdastj. TIF, er starfsmaður nefndarinnar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.2.2009 kl. 17:19

9 Smámynd: Björn Jónsson

Það eru bara vitleysingar eins og þið sem reynið að kenna almenningi um þetta

Þarna ertu Jakobína Ingunn, komin niðrá sama plan og sumir ,, RAUÐLIÐAR " hér á blogginu.

Björn Jónsson, 15.2.2009 kl. 17:27

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hef ekkert á móti því að vera á sama plani og rauðliðar ef þeir taka ekki undir þetta bull sem þú og vinir þínir koma fram með. Þetta er úrkynjunarhugsun andskotans í boði sjálfstæðisflokks.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.2.2009 kl. 17:49

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tek heils hugar undir þessa færslu þína Jakobína og svörin líka, þó alveg sérstaklega þetta síðasta. Það er aumkunarvert að sjá frjálshyggjubjálfana ennþá vera að reyna að gera lítið úr fjármálaviti "rauðliðanna." Skiljanlegt þó þegar þess er gætt að Steingrímur J. benti þessum fíflum þráfaldlega á fánýti þessarar efnahagsstjórnar og hættuna sem væri yfirvofandi. Þegar í ljós kom að hann hafði rétt fyrir sér ásamt þeim fjölmörgu öðrum sem einnig vöruðu við þá sagði Geir forsætisráherra: "og þetta sá auðvitað enginn fyrir!"

Afskaplega ábyrg efnahagsstjórn undir forystu íhaldsins, að ógleymdum hinum margrómaða "stöðugleika!"

Árni Gunnarsson, 15.2.2009 kl. 19:32

12 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Vilhjálmur Bjarnason er vænsti maður að mínu áliti. Hann sat ekki ein í þessari nefnd og það er ekki einum manni á kenna að nefndin hafi ekki verið búin að ljúka hlutverki sínu. Vilhjálmur er auðvitað fullfær um að standa fyrir sínu máli, en mér finnst að þarna sé farið nokkuð geyst í að dæma.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.2.2009 kl. 01:11

13 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Við erum oll væn Hólmfríður en högum okkur stundum heimskulega.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.2.2009 kl. 02:37

14 Smámynd: Jón Halldór Eiríksson

Þrátt fyrir allt ruglið sem Sjálfstæðisflokkur hefur boðið upp á mun í það minnsta 1/4 þjóðarinnar kjósa þennan flokk í næstu kosningum.    Það má teljast sigur fyrir land og þjóð ef refsingin fer undir 30% fylgi!   

Það verður ákaflega fróðlegt að sjá útkomu Sjálf.flokks í næstu kosningum.   Ég spái því að ef hann fær meir en 30% fylgi muni landflóttinn verða meiri og verri en ella.

Jón Halldór Eiríksson, 16.2.2009 kl. 04:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband