2009-02-15
Víst var þetta í boði valdhafanna!
Um allan hinn vestræna heim þurfa fjölskyldur að taka lán til þess að kaupa húsnæði.
Húsnæðislán og mánaðarlegar afborganir þykja sjálfsagður hlutur.
Sjálfstæðismenn fara nú mikinn og telja þjóðinni trú um að hún hafi keyrt þjóðarbúið í þrot með skuldasöfnun. Skuldir heimilanna eru bein afleiðing af stefnu stjórnvalda, sjálfstæðismanna og framsóknar.
Framsókn æddi af stað fyrir kosningar og lofaði fjölskyldum 90% lán vegna íbúðarkaupa. Að loknum kosningum hækkuðu framsóknarmenn veðhæfni íbúða með því að handfæra upp fasteignamat á íbúðarhúsnæði.
Við þetta skapaðist innspýting fjármagns á húsnæðismarkað og fasteignabraskarar (sem sumir eru þingmenn) fóru af stað og sprengdu upp húsnæðisverð. Þeir sem græddu á þessu voru byggingaverktakar, fasteignabraskarar og bankarnir. Fjölskyldurnar voru fórnarlömb.
Þetta þýddi fyrir fjölskyldur að þær þurftu að kaupa húsnæði háu verði (gerviverði) og neyddust til að taka á sig miklar skuldbindingar til þess að standa undir fasteignakaupum.
Hávaxtastefna seðlabankans ýtti undir þessa verðbólu sem nú hefur sprungið framan í almenning. Unga fólkið sem keypti sér húsnæði var að gera það sama og fjölskyldufólk um allan heim gerir og einnig það sem feður þeirra og forfeður gerðu.
Það sem fjölskyldur glímdu við var margþætt. Í fyrsta lagi hátt fasteignaverð, í öðru lagi hátt skuldsetningarhlutfall (sem er afleiðing af háu fasteignaverði og veðhæfni), í þriðja lagi verðtrygging sem haldið er fram að reiknuð sé með röngum forsendum og í fjórða
lagi okurvextir.
Einu munurinn á stöðu þeirra sem keypt hafa sér íbúð á Íslandi undanfarin ár er að það voru glæpamenn sem stjórnuðu peningamálum og fjármögnun hér í landi. Það eru fyrst og fremst valdhafar sem eru ábyrgir fyrir bágri stöðu fjölskyldufólks.
Nýfrjálshyggja þjónaði eingöngu afmörkuðum hluta þjóðarinnar en þeir sem voru gagngert að tapa á þessari hugmyndafræði höfðu ekki tæki til þess að hafa áhrif á þessa þróun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:45 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 578589
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vel mælt Jakobína. Takk fyrir.
Sigrún Jónsdóttir, 15.2.2009 kl. 21:31
Í samanburði við önnur lönd þá hefur Ísland haft þá sérstöðu að um miðja síðustu öld gerðu með sér samkomulag verkalýðshreyfingin ásamt stjórnvöldum um að hér skildi ríkja séreigna-íbúðamarkaður. Og fyrir ca 15 árum síðan var það uppdaterað og það var þá sem Reykjavíkurborg losaði sig við fjölda leiguíbúða. Þannig að íslenskar fjölskyldur eru reknar til að fjárfesta í fasteign. Það hefur margþættan tilgang: heldur okkur vinnandi og vinnandi mikið, báðir foreldrar vinna úti, greiða okurvexti.
Samfélag okkar byggir á vinnuþrælkun, börn fá aldrei að alast upp hjá dagvinnandi foreldrum, nei yfirvinna skal það vera.
Rósa (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 23:07
Tek undir þetta Rósa.
Hér á landi er lítil virðing borin fyrir fjölskyldum og börnum
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.2.2009 kl. 23:10
Það er langt síðan Ísland hefur verið fjölskylduvænt...við erum öll meira og minna þrælar
Hólmdís Hjartardóttir, 16.2.2009 kl. 00:21
Í mörg ár hefur verið gagnrýnt að ekki væri hægt að fá hér langtímalán til húnsnæðiskaupa sem næmu háu hlutfalli fasteignaverðs.
Það var ekki Íbúðalánasjóður sem markaði hér peningamálastefnuna, heldur yfirmaður Seðlabankans og stjórnvöld lögðu blessun sína yfir þá stefnu. Það fólk sem nú skuldar Íbúðarlánasjóði er ekki í vanda vegna útlánastefnu sjóðsins, heldur vegna peningamálastefnunnar og þeirra mistaka að við skulum ekki hafa fyrir löngu verið komin inn í ESB.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.2.2009 kl. 01:18
Íbúðarlánasjóður er verkfæri stjórnvalda sem starfar eftir stefnu sem honum er sett á hverjum tíma Hólmfríður.
þetta er ótrúlegt bull með ESB og ég vil benda þér á góðan pistil í því sambandi.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.2.2009 kl. 02:13
Jakobína!
Hvað í ósköpunum áttu við þegar þú segir:
"Að loknum kosningum hækkuðu framsóknarmenn veðhæfni íbúða með því að handfæra upp fasteignamat á íbúðarhúsnæði."
Hallur Magnússon, 16.2.2009 kl. 15:39
Nákvæmlega það sem ég segi Hallur. Kynntu þér bara málið sjálfur.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.2.2009 kl. 16:40
Hallur þú getur kynnt þér meira um fasteignamat hér. Þegar ég bar þetta upp á Valgerði Sverrisdóttur kom fát á hana og hún sagði að fasteignamat færi fram hjá borginni. Veit ekki hvort hún er óupplýst eða lygin en hún sagði þetta opinberlega.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.2.2009 kl. 17:12
Jakobína.
Ég er tiltölulega vel að mér í fasteignamati.
Fasteignamat tekur mið af raunverulegum kaupsamningum á viðkomandi svæði árið á undan. Það er því hinn raunverulegi fasteignamarkaður sem leggur grunn að fasteignamati hverju sinni.
Það hefur enginn "handfært" upp fasteignamat - hvorki Framsóknarmenn né aðrir.
Staðhæfing þín stenst því ekki.
Hvað varðar staðhæfingar þínar um að loforð Framsóknarmanna um 90% lán hafi skapast innspýtingu fjármagns inn á íbúðalánamarkaðinn - þá eru þær kolrangar.
Það var lækkun bindiskyldu bankanna og auðvelt aðgengi þeirra að ódýru fjármagni sem varð til þess að bankarnir dældu inn hundruðum milljarðar inn á lánamarkaðinn. Ekki kosningaloforð um 90% lán til hóflegrar íbúðar - enda átti ekki að innleiða slíkt fyrr en vorið 2007 - ef efnahagsástand leyfði.
Svo einfalt er það.
Hallur Magnússon, 16.2.2009 kl. 17:38
Hallur útskýrðu þá líka fyrir okkur hvaða ár þessi regla var sett. "Fasteignamat tekur mið af raunverulegum kaupsamningum á viðkomandi svæði árið á undan."
Getur verið að það hafi verið sama árið og framsókn handfærði fasteignamatið upp.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.2.2009 kl. 17:43
Á skömmum tíma gjörbreyttist fasteignamat. Það hækkaði umtalsvert sem hlutfall af markaðsverði. Ég man ekki nákvæmlega hvernær þetta var gert. Það er einhver fjöldi ára síðan.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.2.2009 kl. 17:49
Jakobína.
Það hefur verið þannig um langt árabil. Þú ættir kannske að hafa samband við FMR og fá leiðsögn um aðferðafræðina á bak við fasteignamatið - sem er skattmat - og tekur því mið af raunverulegu markaðsverðmæti. Bak við það liggja raunverulegi kaupsamningar.
Fyrst þú ert að rífast yfir lánshlutfalli - þá er vert að minna þig á að það var BRUNABÓTAMAT sem hamlaði útlánum Íbúðalánasjóðs - því lánshlutfallið gat ekki farið yfir brunabótamatið.
Brunabótamatið á höfuðborgarsvæðinu hefur um fjölda ára verið miklu lægra en fasteignamatið - sem endurspeglar markaðsverð.
Þannig náði hámarkslán í 101 Reykjavík oft ekki nema innan við 50% af markaðsverði eignar - vegna þess að brunabótamatið var svo lágt.
Þá er líka ástæða til að minna þig á að hjá Íbúðalánasjóði var og er þak á fjárhæð lágmarksláns. Það þak var það lágt að hámarkslán náði sjaldnast leyfilegu hámarkslánshlutfalli.
Þannig því miður - það stendur ekki steinn yfir steini í þessari röksemdafærslu þinni - sem byggir á alvarlegum misskilningi og vanþekkingu í íbúðalánamarkaði.
Hallur Magnússon, 17.2.2009 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.