Samfylkingin heldur uppi nafni samræðustjórnmála og hvetur fólk til þess að segja skoðanir sínar en þó með þeim skilyrðum að þær samræmist fyrirætlunum forystunnar.
Ákvarðanir sem varða það hverjir séu frambærilegir einstaklingar í forystusveit eru teknar í bakherbergjunum og kynntar á þann máta að enginn þorir að hreifa við andmælum af ótta við að fá forystuna á móti sér eða hina á móti sér. Það er þykir ekki fínt að vera ósammála í samfylkingunni og fylgispekt er í hávegum höfð. Þessir eiginleikar félagsmótunnar í samfylkingunni skýra kannski hversu langt hún gat komist út af sporinu í stjórnartíð sinni. Það er nefnilega fátt sem minnt hefur á jafnaðarmennsku í aðgerðum samfylkingarinnar þó hún kenni sig gjarnan við jöfnuð.
Veikindi ISG hafa fælt fólk frá umræðu um foringjakrísu samfylkingarinnar en ferill foringjans hefur markast af hverju klúðrinu á fætur öðru undanfarin ár. Endurkoma hennar í stjórnmál er nánast hláleg en samfylkingin hikar við að leita nýs foringja við þessar aðstæður. Jóhönnu Sigurðar er skákað fram en tilfinningin er að það sé til bráðabirgða.
Nú kemur Jón Baldvin fram og splundrar Þessu andlegrar kúgunar jafnvægi sem ríkt hefur í samfylkingu og nú er spurningin: hvað gera menn þá?
Segir þagnarmúr um formennsku í Samfylkingu rofinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:37 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 578589
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eru viss klókindi í því útspili formannsins að fela þessum vinsælasta póliíkusi flokksins embætti forsætisráðherra. Það var gert til að slá allar hugleiðingar um mótframboð út af borðinu. Jón Baldvin er búinn að koma þessari áætlun Ingibjargar í uppnám með sinni forhertu hvatvísi. Ég spái því að þetta komi flokknum í vandræði sem gæti komið honum illa í næstu kosningum. Hver mun græða á þessu? Mér er til efs að það verði Jón Baldvin. Ég sé ekki fyrir mér nýja tíma undir stjórn uppgjafa pólitíkusa.
Nú óttast ég að ekkert áhugavert framboð nái að mótast til fulls á þeim tíma sem til þarf að gefa þjóðinni nýja von sem sannarlega er kominn tími á.
Gömlu flokkarnir eru ekki fýsilegir en VG og Íslandshreyfingin þó áberandi skárst.
Ég hallast að því æ meira að gefa Ómari tækifæri til að móta nýtt Ísland á grunni gamalla gilda sem ég er farinn sárt að sakna.
Árni Gunnarsson, 16.2.2009 kl. 00:50
Já Árni það er ekkert að því að naga harðfisk og prjóna sokka.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.2.2009 kl. 01:04
Nú ér ég ekki sammála og tel að IGS sé mikill stjórnmálamaður og góður leiðtogi. Vissulega hefur heilsa hennar truflað hennar mikilvæga starf síðustu mánuði, en ég veit ekki betur en þar sá allt á réttri leið.
Jóhanna tók að sér mikið vandaverk og er að vinna að því af mikilli röggsemi. Hún er ekki neitt sem hægt er að kalla "bráðabyrgða" og verður það ekki. Það er nú svo að Jón Baldvin segir og hefur alltaf sagt það sem honum býr í brjósti hverju sinni og við Samfylkingarmenn erum ekki að heyra frá honum í fyrsta sinn og vonandi ekki það síðasta.
Ég skil ekki alveg þetta tal um andlega kúgun og að málflutningur verði að samræmast fyrirætlunum forystunnar. Þó svoleiðis sé það kannski í öðrum flokkum, þá er það ekki þannig í Samfylkingunni. GHH talaði um að flokkurinn væri í tætlum og þú talar um andlega kúgun.
Margur heldur mig sig segi ég nú bara
Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.2.2009 kl. 01:45
Hólmfríður Ingibjörg Sólrún tók fullan þátt í að keyra þjóðina í skítinn á síðasta spölnum. Hún var í kynningarferðum um allan heim fyrir útrásargerpin meðan allt brann hér heima. Lítið stórmannlegt við það.
Þú verður að fyrirgefa en ég treysti ekki þessari konu fyrir framtíð þjóðarinnar.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.2.2009 kl. 02:21
Jakobína - Það var BÚIÐ að keyra Ísland í skítinn þegar árið 2007 þegar þessi lokaríkisstjórn Gamla Íslands tók við.
Glatað að þið íhaldssinnar séuð að rembast eins og rjúpan við staurinn að bægja athyglinni frá föðurlandssvikurunum í Sjálfstæðisflokknum (og meðseka genginu í Framsókn) með að leita blóraböggla í stað þess að gera flokkinn heiðarlega upp. Nú er erfðaprinsinn kominn fram - ertu ekki glöð - Same old, same old?
Mistök ISG var að slíta ekki stjórnarsamstarfinu miklu fyrr við Sjálfstæðisflokkinn og leyfa því pakki sem þar sat OG SITUR að halda áfram að sökkva skútunni á sjötugt hafdýpi.
Alveg er það makalaust hvað sumar konur hleypa ofbeldisalkanum inn oft eftir að vera barðar eins og harðfiskur.
PS. Talandi um að éta harðfisk og prjóna sokka, þá væri það ágætis áminning í nokkur ár fyrir þá sem studdu nýfrjálshyggjuna til eyðileggingarstarfa.
Rúnar Þór Þórarinsson, 16.2.2009 kl. 06:12
Blessaður Rúnar.
Það eru ný og merkileg tíðindi að Jakobína sé orðin íhaldssinni. Ef svo er þá segi ég bara "pant vera líka".
En ef það var búið að keyra Ísland í skítinn 2007, sem ég er reyndar sammála um, af hverju var þá Ingibjörg Sólrún að framlengja kvöl þjóðarinnar með því að framlengja völd Sjálfstæðissflokksins. Það var nefnilega margt hægt að gera til að lagfæra ástandið og grynnka á erlendum skuldum þjóðarinnar. Og ICEsave glæpurinn hefði aldrei komist á koppinn.
Og þó Íslandi beri engin lagaleg skylda til að greiða ICEsave reikningana þá sögðust ráðamenn okkar samt um allan heim við alla sem vildu hlusta, að þeir myndu greiða allar skuldir bankanna ef þeir féllu. Heila 12.000 milljarða. Þetta er stóra skýringin á æruleysi okkar í útlöndum. Það eru ekki orð Davíðs, heldur orð ráðamanna okkar í aðdraganda hrunsins.
Ég las viðtal við einn af þeim fjármálaráðgjöfum sem ráðlagði breskum sveitarfélögum að leggja inná ICEsave. Hann taldi það öruggt því Íslensk stjórnvöld lofuðu að borga ef illa færi. Og þá ekki eitthvað lágmark, heldur allar skuldbindingar banakanna. Þetta er það sem fólk í Evrópu upplifir sem svik og lágkúru. Það voru orð forsætisráðherra Íslands, það voru orð utanríkisráðherra Íslands, viðskiptaráðherra, fjármálaráðherra, í Evrópu vissi enginn um Mr. Oddson fyrir hrun. En ráðamenn okkar voru úti um allar trissur.
Þó væri ekki vegna annars þá er Ingibjörg jafnsek og Geir. Þau gátu bjargað miklu en kusu að auka vandann með uppklappi sínu og algjöru afskiptaleysi gagnvart framferði bankanna. Þeir voru stolt Íslands og sómi alveg fram að hruni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.2.2009 kl. 09:52
Það er hreint með ólíkindum ef engin býður sig fram gegn ISG í samfylkingunni. Ef engin býður sig fram þar á bæ er það ótvírætt merki um úrelta foringjahollustu og aumingjaskap flokksmanna. Það eru einnig skýr skilaboð til þjóðarinnar að engu verði breytt í hroka og yfirgangi forystunnar. HFF.
Arinbjörn Kúld, 16.2.2009 kl. 10:00
Þakka þér fyrir að verja mig Ómar. Þetta er í fyrsta skipt Rúnar sem einhverjum dettur í hug að kalla mig íhald enda aldrei kosið í þá áttina og lít á íhaldi sem hina verstu óveru. ISG var lengi í uppáhaldi hjá mér sem stjórnmálamaður en framganga hennar síðustu tvö ár hefur verið mjög skaðleg þjóðinn. Ég er bara ekki það hundhlýðin að mér detti í hug að styðja stjórnmálamann sem tekið hefur þátt í að draga allt í skítinn.
Ari maður horfir nánast agndofa á það að fólk vilji kjósa þetta lið yfir sig.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.2.2009 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.