Of fínir glæpamenn í réttarríki

Eigur eru hirtar af fólki með reikniskúnstum sem valdhafar hafa þróað. Búið er að stela fisknum sem enn syndir í sjónum. Forsendu til lífsviðurværis hefur verið splundrað í ýmsum byggðarlögum með framsali kvóta. Þöggun og hræðsluáróður er daglegt brauð í samfélaginu. Mikil atlaga hefur verið gerð að kvenfrelsi. Hæstiréttur sendir út skilaboð um að leyfilegt sé að hýða börn.

Eru þetta mannréttindi? Er þetta réttarríki? Ekki fyrir konur, ekki fyrir börn, ekki fyrir byggðalögin, ekki fyrir fjölskyldur, ekki fyrir atvinnufrelsi og ekki fyrir tjáningu.

En gleymum ekki að á Íslandi er réttarríki fyrir glæpamenn. Já á Íslandi hafa glæpamenn mannréttindi sem tryggir þeim að þeir geta rænt öllum verðmætum þjóðarinnar og framið landráð átölulaust.

Atli Gíslason segir í Smugunni það blasa við að stórfelldir fjármagnsflutningar íslenskra auðmanna úr íslenskum bönkum í Bretlandi séu ástæða þess að Bretar beittu hryðjuverkalögum á Íslands. Hann spyr hvers vegna ekkert hafi verið aðhafst í þessu máli.

Já það er von að hann spyrji því ríkisstjórn Vinstri Grænna hefur ekki séð ástæðu til þess að gera nokkurn hlut í málinu.

Enginn hefur fengið stöðu grunaðs manns. Enginn hefur verið yfirheyrður. Enginn hefur verið handtekinn. Engar eignir hafa verið frystar.

Það fer ekki á milli mála að valdhafar hylma yfir glæpmönnunum.

Atli spurði íaf hverju málið hefði ekki verið rannsakað strax í kjölfarið sem glæpamál. „ Af hverju voru viðkomandi ekki yfirheyrðir þá þegar vegna gruns um meint landráð? Það flokkast undir landráð þegar svona aðgerð beinist gegn þjóðinni, aðgerð sem er jafnósanngjörn og hafði jafnafdrifaríkar afleiðingar og raun ber vitni. Af hverju voru þeir ekki yfirheyrðir þegar í stað sem sakborningar vegna hugsanlegra landráða, vegna auðgunarbrota og annarra brota á íslenskri löggjöf og erlendri?“ spurði hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er þyngra en tárum taki hvað Íslenska þjóðin þarf að þola, atvinnulaus og skuldug. Eftir örfá ár verðum við leiguliðar í eigin landi, óttaslegin og beygð með skaddað mannorð og skemmda sjálfsmynd. Þetta er bara svo svívirðilegt. Og það er fólk sem vinnur dag og nótt í stjórnsýslunni og fyrir stjórnsýslunna og rakar inn fé fyrir að vera í skilanefndum o.sv.fr. Margt af þessu fólki sér ofsjónum yfir því að skuldugum heimilinum sé hjálpað og fólk fái "mannúðlegri" meðferð meðan það er tekið í gegnum gjaldþrotameðferð og svipt eignum sínum. Við verðum að gera eitthvað í þessu, þó ekki væri nema að skila auðu í næstu kosningum. Ég vona samt að einhver ný framboð komi fram svo maður geti kosið eitthvað. Spaugstofan fengi mitt atkvæði ef hún byði fram. Ég geri nánast engar kröfur til nýrra framboða aðrar en að það séu engvir flokksdindlar innan borðs.

Ég er til í að svelta, en aðeins ef við fáum réttlátara samfélag að launum fyrir erfiðið.     

Toni (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 01:38

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vonandi þora stjórnvöld að byrja á handtökum á útrásarbarónum á næstu dögum, það er löngu tímabært.  Ef ekkert verður gert hafa alþingismenn gert sig samseka.  Það er allavega mitt mat. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.2.2009 kl. 02:04

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég var svo barnaleg að ég hélt að eitthvað myndi gerast þegar að nýtt fólk kæmist að. En það er enn sama getuleysið á ferðinni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.2.2009 kl. 02:12

4 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Frábær pistill og líka sá á Smugunni. Hvernig getur almenningur varið sig þegar hann skilur ekki flókna útreikninga sérfræðinganna. Þeir eru með her manna sem þeir hafa þjálfað til að rugla venjulegt fólk. Hvernig er hægt að stöðva þetta?

Margrét Sigurðardóttir, 20.2.2009 kl. 09:25

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Nú já er Atli farin að viðurkenna að landráð hafir verið framin?

Arinbjörn Kúld, 20.2.2009 kl. 11:02

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Svo sammála, virðist vera sami rassinn undir öllum. Hvað ætli það hafi farið mikið fjármagn úr landi á þessum tima? Ég er klár á því að ef ég stæli einhverns staðar þá yrði mér refsað fyrir. Og öllum öðrum venjulegum borgurum.

Rut Sumarliðadóttir, 20.2.2009 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband