Hverjir eiga að gjalda?

Ef eitthvað er ruglandi þessa daganna er það talnahríð hagfræðinganna. Ég kíkti inn á heimasíðu sænska þingsins um afgreiðslu sænska lánsins til Íslands.

Á heimasíðunni kemur fram að lánsfjárþörf Íslands sé 2.679 milljarðar Ísk. eða 23.5 milljarðar USD.

Í fréttablaðinu í gær kemur fram að fjárlagahallinn í ár sé 153 milljarðar, þ.e.a.s. það vantar 153 milljarða upp á að tekjur ríkissjóðs dugi fyrir skuldum.

Tryggvi Þór vill leysa þetta með 56 milljarða niðurskurði. Hvað þýðir það? Hversu marga opinbera starfsmenn vill hann reka? Á að fækka kennurum? Hjúkrunarfræðingum? Skerða bætur?

Hátekjuskattur er bannorð. Það má alls ekki skerða lífsgæði þeirra sem hafa það betra.

Landsbankinn sem er að leita innspýingar úr vasa landsmanna gerði sér lítið fyrir og lét Kára Stefáns hafa 1.5 milljarða. Heyrst hefur að Hekla bílasala hafi einnig notið velvildar ríkisstjórnarinnar ásamt fleyri hliðhollum fyrirtækjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Afsakið meðan ég æli.

Rut Sumarliðadóttir, 20.2.2009 kl. 13:35

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og ég velti því fyrir mér hversu lengi við getum búið við þau ósköp að einn helsti fjármálagreinandi þjóðarinnar Tryggvi Þór Herbertsson háskólaprófessor tali við okkur úr öðrum heimi um stöðu þjóðarbúsins og skilji okkur eftir í meiri óvissu um stöðuna en nokkru sinni fyrr?

Nú segir þú okkur frá því að í sænska þinginu sé rætt um fjárþörf okkar. Hvernig fara samræður fulltrúa okkar við fulltrúa annara þjóða fram þegar fjárhagsaðstoð er rædd ef hvorugur skilur hinn? 

Árni Gunnarsson, 20.2.2009 kl. 15:16

3 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Talan er úr skýrslu AGS og er brúttó heildarfjárþörf Íslands eins og hún leggur sig, reiknað með ákveðnum aðferðum AGS, þar á meðal eru skuldir gömlu bankanna.  Síðan er það rakið í skýrslunni hvernig þessi brúttóþörf verði leyst, m.a. með afskriftum skulda gömlu bankanna, sem er stærsti liðurinn.  Það er ekki ósamræmi þarna við þær tölur sem síðar hafa komið fram, og þetta hefur legið fyrir frá því í nóvember.

Gallinn við hátekjuskatt er að hann skilar svo litlu.  5% viðbótar hátekjuskattur á allar tekjur yfir 500.000 skilar í hæsta lagi 4 milljörðum, að því gefnu að hann virki ekki vinnuletjandi.  Það er gott og blessað en telur skammt upp í 56 milljarða, hvað þá 153 milljarða gat.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 20.2.2009 kl. 15:35

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Vertu ekki að þessu bulli Vilhjálmur ef þú er betri að reikna út heildarlánsfjárþörf Íslendinga en AGS af hverju varst þú þá ekki fenginn til þess að gera þetta fyrir þá.

Hátekjuskattur er ekki vinnuletjandi ef hann er bara settur á efstu toppana (yfir 800 þús) því þeir vinna hvort sem er ekki fyrir þessum tekjum.

Ef þeir nenna ekki að vinna eru nógir til þess að taka við störfum þeirra sem geta örugglega leyst þau betur.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.2.2009 kl. 15:54

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hér sé stuð.

Hver er tilgangurinn með að allri þessari fjárþörf ef meiningin er svo að fremja barbabrellur í skýrslum og afskrifa hægri vinstri og gera þar með þessar tölur marklausar???

Þessi tala frá sænska þinginu kemur heim og saman við þá tölu sem Atli Gíslason þingmaður nefndi fyrir tæpum tveim vikum í mín eyru eða 2.600 milljarðar sem ríkið mun skulda. Einhverra hluta vegna þá treysti ég tölum frá útlendingum betur en íslenskum hagfræðingum.

Arinbjörn Kúld, 20.2.2009 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband