2009-02-20
Íslenskur almenningur saklaus
Það voru sjálfstæðismenn og framsókn sem leiddu ógæfu yfir fjölskyldur. Sjá grein á Smugunni.
Ég birti hér ávarp sem ég flutti á Austurvelli 24. janúar:
Við komum saman vegna þess að okkur er misboðið. Vanþóknun okkar á framferði valdhafanna og fjárglæframanna er einlæg.
Viðbrögð okkar við spillingu og þögn valdhafanna hafa stigmagnast. Ekki magnast í formi ofbeldis heldur einurðar og áræðni. Ég hef horft á íslensku þjóðina þroskast frammi fyrir því verkefni sem takast þarf á við núna.
Við skiljum að nú duga engin vettlingatök. Það nægir ekki að gera smávægilegar breytingar. Það er ekki ásýnd valdakerfisins sem þarf að takast á við heldur innsti kjarni þess.
Við skiljum að valdhafarnir misbeittu valdi sínu, rústuðu efnahag þjóðarinnar og fjárhag heimilanna. Við þurfum að takast á við sársaukann sem þessu fylgir með eflingu nýrra gilda og við verðum að taka valdið af þeim sem misbeittu því.
Valdhafar og auðmenn eru óþreytandi að beita fyrir sig fjölmiðlunum í áróðri og blekkingum en undiraldan í samfélaginu er þannig að við erum hætt að taka mark á þeim. Við trúum því ekki að þeir vilji okkur vel. Við látum auðvald og ítök þeirra ekki beygja okkur því við höfum samstöðuna og styrkinn sem í henni felst á okkar bandi.
Við ryðjum burt þeirri hindrun sem felst í vonleysi og vantrú. Við treystum okkur til þess að brjóta þann múr sem auðmenn og stjórnmálamenn hafa byggt um vald sitt. Við treystum á okkur sjálf til þess að byggja grunn að framtíð í anda félagslegra gilda.
Ég endurtek, ég er stolt af þessari þjóð. Víðsvegar í samfélaginu hafa sprottið upp hópar fólks sem leita úrræða. Ef almenningur stillir saman strengi sína um grundvallarmarkmið mun takast að ná fram umbótum í samfélaginu.
Við sameinumst um verkefni framtíðarinnar
Við sundrum fúlu og spilltu flokksveldi og slítum ríkisvaldið úr tengslum við auðvaldið
Við byggjum upp samfélagskerfi sem stendur vörð um velferð og heill þjóðarinnar
Við byggjum á nýrri stjórnarskrá sem er okkar sameign og stendur vörð um mannréttindi og réttlæti
Við endurreisum lýðveldið
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:19 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, svo sannarlega rétt hjá þér Bíbi, okkur er nauðugur sá eini kostur að kaupa húsnæði, hér er ekki hægt að leigja, jafnvel alla sína hunds- og kattartíð eins og nágrannaþjóðir okkar geta.
Þessi útskýring að þetta sé allt okkur að kenna er enn eitt dæmis um bendileikinn sem hér ríður húsum. Enginn tekur ábyrgð, allt einhverju öðru eða öðrum að kenna.
Rut Sumarliðadóttir, 20.2.2009 kl. 15:23
Var einhver saklaus Jakobína???. Varstu að finna upp hjólið?
En þú ert samt góð:)
itg (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 15:23
Hversvegna voru lánin hækkuð í 90%? það var til þess að ungir kaupendur þyrftu ekki að fara í bankann sinn og taka samtímalán og tvöfalt hærri vöxtum en þeim sem voru á lánum íbúðalánasjóðs. Semsagt verið að létta ungu fólki að kaupa húsnæði samgirnismál þannig er þetta erlendis. Verðbætur fylgja vísitölu það má deila um það hvaða vísitala er notuð. En laun hækkuðu mikið meira á mörgum undanförnum árum en vísitalan þannig minkaði greiðslubyrðin.
Þá komu bankarnir og lánuðu 100% lán og ekki nóg með það grynntu fólk til þess að greiða upp lán íbúðalánasjóðs og lánuðu ný lán og bættu neyslunni við öllum yfirdrætti var eitt og byrjað að stofna til nýs yfirdráttar , því miður voru alltof margir sem létu plata sig í að taka lán til að kaupa hlutabréf og töpuðu bréfunum og sitja eftir með lánin. Svona er hluti af vandanum til kominn. Það hefði sennilega verið betra að hafa þetta eins og var 1974 til 1980 að hvergi var hægt að fá lán nema svokallað húsnæðismálalán sem dugði fyrir fokheldri ca 3 herbergja íbúð .
Þá er húsbréfin voru þau góð aðeins betri en þeim fylgdi afföll sem þýddu að lán sem var upp á 10 miljónir þá fékk lántakandinn kannski 8 til 9 miljónir í sinn hlut.
Það voru til leigubústaðir og verkamannabústaðir þótti ekki vinsælt eða spennandi eftir því sem mitt minni er.
Það er hægara um að tala en í að komast.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 20.2.2009 kl. 15:37
Jón í hvaða veröld býrð þú. Hefur þú ekki tekið eftir að búið er að hlekkja þjóðina í skuldaánauð með reikningskúnstum og arfavitlausu kerfi.
Þetta er gráðugum valdhöfum að kenna.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.2.2009 kl. 15:45
ég var ekki að mótmæla því að margir eru skuldugir upp fyrir haus en það sagði gömul kona á Selfossi hver liggur eins og hann hefur um sig búið.
Ég hef lifað þessa verbólgutíma og veit alveg hvernig það fer með mann , tók ekki sumarfrí í 6 ár datt ekki í hug að fara til útlanda í 12 ár ók á bíldruslum sem rétt komust yfir Hellisheiði. þessa lýsingu þekkir mín kynslóð og skammar sín ekkert fyrir en það hefur ekki verið í tísku í hátt í tíu ár að lifa svona það átti að eignast allt á nóninu hvernig höfðu foreldrar okkar það ósköp svipað og mín kinnslóð sem fædd er um og eftir miðja síðustu öld.
þAÐ ER EKKI ALLT ÖÐRUM AÐ KENNA. VELMENTAÐ FÓLK VEIT BETUR ÞAÐ HEFÐI MÁTT Í MÖRGUM TILFELLUM LIFA Í MEIRI HÓSEMD
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 20.2.2009 kl. 16:29
Jón þú segir réttilega að bankarnir hafi ginnt fólk til að taka hærri lán til að greiða upp íbúðalánasjóðs-lánin og hvöttu til neyslulána.
AF HVERJU ÁTTUM VIÐ AÐ HALDA AÐ BANKARNIR VÆRU ÞJÓFAR OG RÆNINGJAR?
Margrét Sigurðardóttir, 20.2.2009 kl. 16:44
Heyr - heyr
Arinbjörn Kúld, 20.2.2009 kl. 17:53
Margrét af því að það hefur alltaf verið vitað að bankar eru ekki góðgerðarstofnanir og gefa ekkert og hafa aldrei gert
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 20.2.2009 kl. 19:41
Það er langt á milli þess að vera góðgerðarstofnun eða ræna almenning vísvitandi með blekkingum.
Margrét Sigurðardóttir, 20.2.2009 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.