Nennir hálaunafólk ekki að vinna?

Ég var að lesa yfir grein í fréttablaðinu í gær um fjárhagsvanda ríkissjóðs. Tryggvi Þór mælir fyrir heiftalegum niðurskurði, 56 milljarðar (til samanburðar má nefna að það kostar 32 milljarða að reka Landsspítala). Hvað vill hann gera, reka kennara, hjúkrunarfólk, lækna og skerða bætur.

Að mati Vilhjálms Þorsteinssonar er ekki heppilegt að setja á hálaunaskatt vegna þess að hann er VINNULETJANDI. Er Vilhjálmur að segja að þeir sem borga sér 3 milljónir í laun hætti að nenna að vinna ef þeir þurfa að borga hærri skatt af tekjum yfir 800 þús? Hvers vegna er verið að miða við 5% hálaunaskatt. Hvers vegna ekki 10 eða 20%?

Til þess að hátekjuskattur bitni ekki illa á fólki með eina fyrirvinnu og mörg börn eða börn í námi þarf að setja ótekjutengdar barnabætur á móti tekjuskatti. Einnig þarf að endurskoða vaxtabótakerfið.

Þeir sem hafa þegið há laun hafa haldið upp eyðsluloftbólunni og eru ábyrgir umfram aðra. Það er því sjálfsagt að þeir taka á sig byrðar. Öllum ætti að vera ljóst að fólk með tekjur upp að 400 þús. hefur ekki haldið uppi eyðslu í samfélaginu.

Það má benda á að það er til nóg að vel menntuðu fólki í samfélaginu sem er tilbúið að taka við störfum þeirra sem nenna ekki að vinna en eru jafnvel líka tilbúnir til þess að greiða til samfélagsins og stuðla þannig að almennri velferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Hfðu þökk fyrir þessi skrif.  Gæti ekki verið meira sammála þér.

Tryggvi Þór er fjárglæframaður!

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 20.2.2009 kl. 16:42

2 identicon

Góð ;-)

ASE (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 16:45

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Flott skrif og við erum ein af þeim síðast nefndu

Arinbjörn Kúld, 20.2.2009 kl. 17:57

4 identicon

Tryggvi fer eftir últra hægri línu Sjálfstæðistæðismann um "féhirðinn" og "finnsku" leiðina.

Ýmsir aðrir fara eftir útgefinni hægri línu Ingibjargar Sólrúnar um "táknræna" skattinn.

Þetta fólk virðist ekki hafa neinn áhuga á að deila kjörum með náunganum!

TH (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband