Hið eiginlega lýðræði

Lýðræði verður einungis virkt ef einstaklingar vita hvað þeir eru að kjósa. Helsta lýðræðishindrun á Íslandi í dag er gengdarlaus áróður, laumuspil yfirvalda og blekkingar.

Hugmynd framsóknarmanna um stjórnlagaþing er nýjasta dæmi um blekkingaleik stjórnmálamanna. Eins og stjórnarskrá okkar Íslending er úr garði gerð í dag getur almenningur ekki haft áhrif á breytingar á henni nema að stjórnmálamenn breyti stjórnarskránni fyrst.

Stjórnarskráin á að veita valdhöfum aðhald. Stjórnarskráin eins og hún er núna veitir valdhöfum lítið aðhald og lítil von er til þess að sá meirihluti sem ræður á þingi í dag samþykki breytingar þar á.

Stjórnlagaþing getur í mesta lagi verið umræðuvettvangur sem hefur ekkert vald til breytinga.

Stjórnarskránni verður ekki breytt nema inn á þing setjist einstaklingar sem hafa velferð þjóðarinnar í huga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þarna ert þú því miður ekki nægilega vel upplýst um málið að mínu mati. Ég skora á þig að fara inn á www.nyttlydveldi.is og lesa þér vel til um málið. 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.2.2009 kl. 01:45

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Elsku Hólmfríður ég er mjög vel upplýst um málið. Líðræði er margþætt og einungis hluti þess er vönduð stjórnarskrá.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.2.2009 kl. 02:23

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Nokkuð stór hluti geri ég ráð fyrir,  sjá TÍMAMÓTAPLAGG

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.2.2009 kl. 06:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband