Leynisamningur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Þar sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur komið að málum á þann hátt sem hann kemur nú að Íslandi hefur hann skilið velferðakerfi og samfélag í rjúkandi rústum. Einungis hluti þjóðarinnar hefur verið tilbúin að horfast í augu við þetta.

Stjórnmálamenn á norðurlöndum eru meðvitaðir um þessa hrikalegu sögu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins telja auk þess að sjóðurinn beri að hluta ábyrgð á því hvernig komið er fyrir hér á landi og segja Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi á virkan hátt hvatt til þessa ástands og jafnvel að síðastliðið sumar hafi sjóðurinn borið lof á efnahagslega þróun á Íslandi.

Sænskir stjórnmálamenn telja að hrunið megi rekja til nýfrjálshyggjunnar sem sjálfstæðismenn hafa staðið fyrir hér á landi undanfarinna áratugi. "Island har drabbats hårt av de senaste decenniernas nyliberala ekonomiska politik. Politiken har varit aktivt påhejad av IMF, och så sent som i somras lovordade fonden den ekonomiska utvecklingen på Island."

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur 200 milljarða niðurskurð í velferðakerfinu sem skilyrði fyrir aðstoð hans og þetta skrifuðu Geir og Ingibjörg undir. Hryllileg mannréttindabrot leynast í þessum skilyrðum.

Erfitt er fyrir almenning að skilja hvað svona heiftarlegur niðurskurður þýðir fyrr en á reynir. Það kostar t.d. um 60 milljarða að reka alla háskóla og menntaskóla í landinu. Það kostar 32 milljarða að reka landsspítalann. Þetta þýðir að þegar búið er að leggja niður alla skóla á framhaldsstigi og landspítalann þá er niðurskurðurinn ekki hálfnaður en tugþúsunda verða atvinnulausir með áframhaldandi þróun.

Þetta verður að stöðva.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Nei

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.2.2009 kl. 23:35

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þetta er svo öfgafullt að það liggur við að þetta sé fyndið. Það er ótrúlegt hvernig ríkisstjórnum hefur tekist að klúðra efnahag landsins og eyða hér öllu sem getur kallast mannréttindi eða réttaríki fyrir almenning.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.2.2009 kl. 00:28

3 identicon

Þú fullyrðir að AGS skilji "velferðakerfi og samfélag í rjúkandi rústum".

En skil áhyggjur þínar.

Mér sýnist nú reyndar að AGS taki við landinu hér í  rjúkandi rústum og að neðar verði ekki farið. Hegðun og verklag þeirra stjórnmálmanna á hægri vængnum sem hafa verið hér við stjórnvölinn - í leiðtogahlutverki - í tæpa tvo áratungi til háborinnar skammar fyrir land og þjóð - og landið er brunarúst ein.

Hitt er og ljóst: Að það verður að fylgjast mjög vel með starfi AGS hér á landi; veita aðhald og upplýsing þín er í áttina.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 00:39

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er hægt að komast neðar og neðar verður farið ef þetta verður ekki stöðvað.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.2.2009 kl. 00:44

5 identicon

Við getum ekkert veitt fjárráðamönnum okkar aðhald. Eða með hvaða valdi ættum við að gera það? Búsáhöldum kannski?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband