2009-02-22
Bölsýnishjal ríkisstjórnarinnar
Ýmsir hafa kallað mig bölsýna þegar ég leiðrétti "bjartsýnis" þvæluna í málaliðum sjálfstæðismanna sem nýta sér nú ríkisfjölmiðilinn óspart í kosningabaráttunni enda eiga þeir þar góða að.
Það kemur mér því nokkuð á óvart að ríkisstjórnin tekur undir bölsýnishjal mitt. Eftirfarandi upplýsingar eru birtar á heimasíðu ríkisstjórnarinnar ísland. Vergur þýðir heildar fyrir þá sem ekki það vita. 80% af landsframleiðslu eru 1200 milljarðar fyrir þá sem það ekki vita. Þetta eru skuldir ríkissins en þær munu aukast í 1.635 í lok ársins. Því má bæta við að eignir bankanna eru líklega nánast verðlausar vegna kreppunnar. Já og þetta er í boði sjálfsstæðisflokks, samfylkingar og framsóknar ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum en hér er texti af síðu ríkissjórnarinnar:
12. Úrlausn bankakreppunnar mun leggja þungar fjárhagslegar byrðar á hið opinbera. Samkvæmt bráðabirgðamati má ætla að vergur kostnaður ríkisins vegna innstæðutrygginga og endurfjármögnunar bæði viðskiptabankanna og Seðlabankans geti numið um 80% af landsframleiðslu. Hreinn kostnaður verður eitthvað lægri að því gefnu að fjármunir endurheimtist með sölu á eignum gömlu bankanna. Við þetta bætist kostnaðurinn af auknum halla hins opinbera upp í 13,5% af landsframleiðslu eins og reikna má með árið 2009 vegna samdráttar í kjölfar bankakreppunnar. Í heild má gera ráð fyrir að vergar skuldir hins opinbera aukist úr 29% af landsframleiðslu í lok árs 2007 í 109% af landsframleiðslu í árslok 2009. Bankakreppan mun því setja hinu opinbera verulegar skorður og leggja auknar byrðar á almenning á næstu árum. |
12. Vergur kostnaður ríkisins vegna innstæðutrygginga og endurfjármögnunar, bæði viðskiptabankanna og Seðlabanka, er áætlaður um 80% af vergri landsframleiðslu. Miðað við samdrátt ársins í landsframleiðslu má gróflega áætla að hún verði um 1.500 ma.kr. Í lið 7 er eiginfjárþörf bankanna áætluð 385 ma.kr. Endurfjármögnun Seðlabankans er áætluð 150 ma.kr. Það sem eftir stendur er áætlaður vergur heildarkostnaður við að standa við umsamdar innstæðutryggingar skv. 9. lið. Endurheimtur á eignum bankanna munu síðan draga verulega úr þessum kostnaði. Við þennan beina útlagða kostnað þarf að bæta áætluðum fjárlagahalla næsta árs vegna samdráttar af völdum bankakreppunnar. Áætlað er að skuldir hins opinbera geti orðið 109% af vergri landsframleiðslu í lok árs 2009. Samkvæmt mati ríkisstjórnarinnar eru því skuldirnar vegna innustæðutrygginga rúmlega 1000 milljarðar en það er um það bil helmingi hærra en mat Tryggva Þórs og nokkrum bæjardyrum frá upplýsingum skilanefnda bankanna. |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég kemst ekki í bjartsýnisgírinn. Þótt ég reyni.
Offari, 22.2.2009 kl. 00:29
Offari ég sef ágætlega meðan ég berst á móti. Andófið bjargar geðheilsunni. Við látum ekkert bjóða okkur þennan andskota.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.2.2009 kl. 00:30
Sammála þér Jakobína! Andófið er besta geðlyfið við þeim ósköpum sem við horfumst í augu við um þessar mundir. Það er reyndar ýmislegt fleira og eitt af því er fólk eins og þú! Bloggið þitt er ómetanlegt og þú sjálf auðvitað líka
Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.2.2009 kl. 00:47
Ég er smeykur um að þetta verði mun verra en þú lýsir enda benda vaxtagreiðslur einar til þess að um mun hærri upphæðir verði að ræða.
Arinbjörn Kúld, 22.2.2009 kl. 10:24
Þetta er úr fyrstu aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar og AGS síðan í nóvember. Og eins og fram kemur í textanum er um að ræða brúttóskuldbindingu vegna innistæðutrygginga sem eignir bankanna koma á móti. Reyndar lækkar AGS matið á brúttóskuldbindingunni í áfangaskýrslu 24. desember en blogghöfundi finnst ekki ástæða til að nota þá tölu, enda lægri.
Nýjasta mat á nettóskuldbindingunni er sem kunnugt er 72 milljarðar króna, frá skilanefnd Landsbankans. En ég held að það sé alveg sama hversu mikið reynt er að hjakka á þessum staðreyndum hér, blogghöfundur vill einfaldlega trúa því að tölurnar séu miklu hærri en þær eru, og læðist að manni sá grunur að hann njóti kostunar frá framleiðendum Prozac. En skilningur minn á streði Sýsífosar hefur nokkuð aukist undanfarið.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 22.2.2009 kl. 17:42
Vilhjálmur hví ruglar þú svona. Í ofanverðum pistli er verið að tala um heildarskuldir ríkissjóðs en þetta eru skuldirnar sem ríkið þarf að greiða vexti af. Samkvæmt upplýsingum sérfræðings verða vextir sem ríkissjóður þarf að greiða af erlendum lánum um 150 milljarðar á næsta ári.
Það er ekkert til sem heitir nettóskuldbinding. Slík skuldbinding hefur aldrei verið gerð. Eingöngu hafa verið gerðar brúttóskuldbindingar en þær hljóða upp á 1.635 milljarða.
Skammstu þín fyrir að vera í blekkingarleik við þjóðina
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.2.2009 kl. 17:59
Þú ert að bera saman epli og appelsínur. Annars vegar er nóvember-áætlun AGS og ríkisstjórnarinnar um brúttóskuldbindingar vegna innistæðutrygginga. Hins vegar er mat Tryggva Þórs á heildarskuldum ríkissjóðs, nettó, þar á meðal nettóskuldbindingu vegna innistæðutrygginga. Inni í tölu Tryggva eru svo líka aðrir liðir á borð við fjárlagahalla o.fl. Þetta tvennt er alveg ósambærilegt og því engin leið að tala um "helmingi hærra".
Vilhjálmur Þorsteinsson, 23.2.2009 kl. 01:32
Vilhjálmur þú átt ekki að rugla svona með hugtök. Ef við göngum að skuldbindingum við Icesave verða bara til heildarskuldbindar. Það er ekkert til sem heitir nettóskuldbindingar. Það eru þessar heildarskuldbindingar sem bera vexti. Vextir verða um 150 milljarðar á næsta ári. Síðan þarf líka að fjármagna fjárlagahalla.
Gylfi Magnússon sagði í dag að skuldirnar færu vaxandi og yrðu yfir vergri þjóðarframleiðslu þegar líða tæki á árið. Það eru yfir 1.500 milljarðar takk og af þeirri fjárhæð þarf að borga vexti.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.2.2009 kl. 02:06
Vaxtagreiðslur ríkisins eru áætlaðar 87 milljarðar árið 2009 skv. fjárlögum.
Ég véfengi ekki orð viðskiptaráðherra um brúttóskuldirnar, og sjálfur hef ég spáð því á mínu bloggi að nettóskuldir ríkisins verði nálægt 1.000 milljörðum árið 2012. Þetta eru engar smáræðis tölur, en þó sem betur fer miklu lægri en 2.220 milljarðarnir sem Mogginn talaði um á tímabili, eða 6.000 milljarðarnir sem Einar Már Guðmundsson nefndi á Austurvelli (20 millur á kjaft), eða 10.000 milljarðarnir sem ég hef séð suma nefna.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 23.2.2009 kl. 02:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.