100 þúsund mótmæla í Dublin

Verkalýðsfélög skipulögðu mótmæli í Dublin. Hundrað þúsund mótmæla vegna þess að þeir óttast að bankamenn og verktakar sleppi.

Kannast einhver við þetta? Í sumum löndum er gagn af verkalýðsfélögum en hér eru þau hluti af spillingunni.

Hér á landi skrifa menn nú alla vega skemmtilegar athugasemdir á hjörtu.

Þetta er sennilega hjartahlýja í boði múgsefjunar.

Afhverju dreyfa valdhafar ekki bleikum spjöldum sem segja "brosið á meðan við hneppum börnin ykkar í þrældóm"

Óttast er að ungt fólk flýi land til að komast hjá því að lenda í skuldafangelsi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

HFF (helvítis fokking fokk)

Arinbjörn Kúld, 22.2.2009 kl. 10:26

2 Smámynd: Offari

Kapitalisminn hrynur víðar en á Íslandi.

Offari, 22.2.2009 kl. 10:47

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Verkalýðshreyfingin á Íslandi er löngu dauð.  Ásmundur Stefánsson lagði grunninn að .þeim dauða.......hvar er hann núna?

Sigrún Jónsdóttir, 22.2.2009 kl. 11:01

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Er hann ekki í indlandi?

Arinbjörn Kúld, 22.2.2009 kl. 11:26

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hvers konar neikvæðni er þetta. Hvað vitið þið ágæta fólk um störf Verkalýðshreyfingarinnar, eruð þið starfandi innan hennar.

Dómharkan er slík að mér hreinlega ofbýður.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.2.2009 kl. 14:28

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hólmfríður segðu það þessum 16.000 einstaklingum sem tapað hafa störfum sínum. Ég tala fyrir þeirra hönd. Þú vilt kannski gefa þessu fólki brosandi hjörtu en ég vil frekar að þetta fólk hafi vinnu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.2.2009 kl. 14:45

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hólmfríður þú vaknar kannski þegar valdhafar og verklýðsfélög eru búin að samþykkja að nota lífeyrissparnaðinn þinn til þess að greiða erlendum fjárfestum út jökla- og krónubréfin. Þetta eru nokkur hundruð milljarðar.

Ef eftir verður 50 þús kr. í stað 150 þús kr. fyrir þig að lifa af í ellinni munt þú kannski hugsa þakklát til baka til þess að þú fékkst jú brosandi hjörtu í staðinn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.2.2009 kl. 14:50

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hólmfríður, ég er fyrrverandi stjórnarmaður í verkalýðsfélagi....það var á tímum Ásmundar Stef í stól forseta ASí.

Núna er ég trúnaðarmaður í mínu stéttarfélagi og tel mig því nokkuð þekkja til starfa stéttarfélaga.

Sigrún Jónsdóttir, 22.2.2009 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband