Almenningur á að greiða jöklabréfin!

Ágætur þingmaður sagði við mig að 70% væru enn í pípunum. Ég spurði hann ekki nánar út í hvað hann meinti en annaðhvort var hann að tala um áföllin sem eiga eftir að dynja yfir þjóðina eða hitt að ekki væru allt komið í ljós varðandi afleiðingarnar.

Ég hef bent á að við megum búast við hrikalegum niðurskurði hjá hinu opinbera sem aftur mun auka0488703 gríðarlega atvinnuleysi. Nú þegar eru 16000 atvinnulausir og búast má við að annað eins sé í vændum ef yfirvöld fara að vilja Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Valdhafar spila eftir reglum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og næsta ætlunarverk þeirra er að sólunda lífeyrissparnaði þjóðarinnar. Þeir vilja greiða jökla- og krónubréf með honum. Þeir ætla að greiða skuldir bankanna við útlendinga með sparnaði okkar.

Skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru vítahringur sem draga mun allt hér í skítinn nema almenningur rísi upp og neiti að fara að þeirra leikreglum.

Það er einfaldlega hægt að móta nýjar leikreglur gagnvart alþjóðasamfélaginu og auðvaldinu.

Í því liggur okkar von.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband