Breytt hugarfar en ekki brosandi hjörtu

Ég minnist þess að þegar ég fluttist heim frá Svíþjóð fyrir tæpum tuttugu árum síðan saknaði ég einhvers og það tók mig nokkurn tíma að átta mig á því hvað það var. Ég fylgdist vel með samfélagsmálum í Svíþjóð og horfði gjarnan á umræðuþætti. En það var einmitt þetta sem ég saknaði þegar ég kom heim til Ísland, upplýst umræða og oft nokkuð mikil átök um hugmyndir.

Umræða af þessu tagi þroskar einstaklinga og eflir dómgreind þeirra. Fréttaflutningur og umræða í Íslensku sjónvarpi var flatneskjuleg og einkenndist helst af drottningarviðtölum við valdamenn (minna hefur farið fyrir konum á þessum vettvangi).

Fréttaflutningur í íslenskum fjölmiðlum hefur í gegn um tíðina verið vægast sagt forheimskandi og lítt til þess fallin að vekja fólk til umhugsunar um samfélagsleg málefni.

Nú er svo komið að þjóðin er komin í þrot með þá hugmyndafræði sem valdhafar hafa innrætt í gegn um fjölmiðla og háskóla. Afleiðingar gagnrýnislausrar viðtöku upplýsingaflæðisins blasa við hvert sem litið er.

Það er þjóðinni bráðnauðsynlegt að taka ekki gagnrýnislaust við upplýsingum. Látum ekki næla á okkur brosandi hjörtu meðan börnin okkar eru hneppt í ánauð. Rísum upp og segjum nei takk. Bendi á góðan pistil hér

Fram undan er tími höfnunar á ýmsum viðteknum viðmiðum

Fram undan er tími uppgjörs

Fram undan er tími endurhugsunar

Fram undan er tími endurmats á lífsgildum

Lærdómur og bjargráð þjóðar er fram undan

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Takk Jakobína. Og eins og endranær þá hefur þú rétt fyrir þér.

Arinbjörn Kúld, 23.2.2009 kl. 00:39

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ari auðvitað hef ég alltaf rétt fyrir mér nema auðvitað þegar ég misstíg mig

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.2.2009 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband