Framtíðarsamfélagið

Þeir sem þekkja mig vel vita að ég er rólyndismanneskja, sef vel, er ekki langrækin, þykir gott að setjast með bók eða dunda mér í garðinum. Ég hef mikinn áhuga á samfélagsmálum og því sem varðar mannleg samskipti og manneskjuna sem félagsveru.

Menntamál eru mér hugleikin og meira segja svo hugleikinn að ég valdi skóla sem vettvang fyrir rannsókn sem ég er að gera. foxglove

Ég hef aldrei talað hér á blogginu sem fræðimaður og ætla heldur ekki að gera það nú en ég vil gera menntamál að umfjöllun hér.

Ég skrifaði pistil um það leiti sem verið var að ráðast í gerð Kárahnjúkavirkjunar og draumórar um alþjóðafjármálamiðstöð voru í fæðingu meðal stjórnmálamanna.

Í þessum pistli gerði ég margbreytileikann og mannlífið að umfjöllunarefni. Ég varaði við einhæfu atvinnulífi sem myndi krefjast einhæfrar menntunar. Það hefur sýnt sig að allt kerfið í þjóðfélaginu hefur brugðist. Atvinnulíf er einsleitt, menntun er einsleit og hugarfar oft í föstum rásum.

Einhæfni felur í sér áhættu því einhæfni lyftir upp mikilvægi einnar eða fárra greina og því hrynur allt ef þessi grein eða fáar greinar bregðast.

Margbreytileikinn býður hinsvegar upp á sveigjanleika. Ef ein eða fáar greinar bregðast þá eru aðrar pasque sem geta tekið við. Þá er þekkingin í samfélaginu líka fjölbreytt og möguleikarnir verða óteljandi.

Það samfélag sem hefur verið þróað á Íslandi undanfarna tvo áratugi er ekki sveigjanlegt heldur stirt og einhæft. Vegna þessarar gerðar samfélagsins þoldi það ekki atferli fárra einstaklinga.

Nú þurfum við að læra á þessum mistökum fortíðarinnar og byggja upp sveigjalegt samfélag. Samfélag sem er jarðvegur grósku, mannúðar og sveigjanleika.


mbl.is Dökkar horfur, segir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Ég er sammála, það eina sem við getum lært af er það sem við vitum, æ þetta kemur hálf vitlaust út úr mér. En það sem ég meina er að við lærum mikið af reynslunni. Kvitt og knús.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 23.2.2009 kl. 00:32

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Núna er áliðnaðurinn á hraðri niðurleið, hvað ætli það eigi eftir að kosta okkur?  Hér hefur verið fjárfest allt of mikið í áliðnaði.  Ætli rafmagnsverðið lækki í sama hlutfalli og álverðið?  Það væri fróðlegt að vita það. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.2.2009 kl. 01:13

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já yfirvöld tóku fáránlega áhættu og gerðu að auki vonda samninga og við sitjum upp með óþverrann.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.2.2009 kl. 01:36

4 Smámynd: Offari

Ég hef trú á því að Íslenski áliðnaðurinn nái sér upp úr þessari lægð. Lágt gengi og raforkuverð hjálpar áliðnaðnum að halda sér á floti hér. Hinsvegar má búast við eigendaskiptum og það er ekkert víst að það verði góðir eigendur sem við taka.

Offari, 23.2.2009 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband