Venjulegir starfsmenn saklausir

Bankamönnum finnst ekki gott að allir bankamenn séu settir undir sama hatt það er að segja yfirmenn og venjulegir starfsmenn. Ég tek undir þetta. Réttir og sléttir starfsmenn stjórnuðu ekki bönkunum og fylgdu fyrirmælum.

Ég held hins vegar að mörgum starfsmönnum banka hafi verið orðin ljós ósóminn undir það síðasta. En vald þeirra var lítið og þeir hafa ekki geta haft mikil áhrif á það hvernig mál þróuðust.

Þetta er það sama og á við um þjóðina. Almenningur hafði ekki völd en það höfðu sjórnmálamenn og embættismenn en þeir völdu að leiða þjóðina blinda í það hörmungarástand sem nú ríkir.


mbl.is Leita sér sálfræðihjálpar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Þetta er vandamál að vita ekki hvar mörkin eru dregin. Ég held einhvenveginn að þótt viðskiptin hafi verið ósiðleg hafi enginn ætlast til þes að þetta færi svona.

Offari, 23.2.2009 kl. 12:25

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það tapa flestir á því að þetta fór svona en yfirmenn vissu um áhættuna og sumir þeirra frömdu landráðaglæpi.

Það er hópur manna sem á mikla peninga erlendis sem þeir hafa fært kerfisbundið úr landi en það er ekki venjulegir bankastarfsmenn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.2.2009 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband