Samvinna sjálfstæðisflokks og framsóknar byrjuð

RUV flytur eftirfarandi frétt

Framsóknarflokkurinn klofnaði í viðskiptanefnd Alþingis í morgun þegar Sjálfstæðismenn lögðu til að fresta afgreiðslu frumvarps um Seðlabankann. Annar fulltrúi Framsóknarflokksins myndaði meirihluta í nefndinni með fulltrúum Sjálfstæðisflokksins.

Ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á að samþykkt verði sem fyrst frumvarp um breytingar á yfirstjórn Seðlabankans. Þar með yrðu störf Seðlabankastjóranna lögð niður, nýr bankastjóri ráðinn og peningastefnunefnd skipuð. Viðskiptanefnd Alþingis fjallaði um málið á fundi í morgun en þriðja og síðasta umræða um það var á dagskrá þingsins í dag.

Á fundi viðskiptanefndar í morgun kom í ljós að um miðja þessa viku er von á tillögum frá starfshópi á vegum Evrópusambandsins, um regluverk á sviði fjármálamarkaða. Þar verður sérstaklega fjallað um hlutverk Seðlabanka. Sjálfstæðisflokkurinn á fjóra fulltrúa af níu í viðskiptanefnd og þeir lögðu til að afgreiðslu frumvarpsins yrði frestað.

Stjórnarflokkarnir eiga samtals þrjá fulltrúa í viðskiptanefnd en Framsóknarflokkurinn á tvo. Annar þeirra, Höskuldur Þórhallsson, greiddi atkvæði með Sjálfstæðismönnum en Birkir Jón Jónsson með stjórnarflokkunum. Niðurstaðan varð því sú að frumvarp um Seðlabankanna verður ekki rætt á Alþingi í dag.

Í dv segir "niðurstaða mín er unnin í samráði við formann flokksins,“ segir Höskuldur"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nákvæmlega.  Þeir fara svo helvíti vel hvor við annan.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.2.2009 kl. 12:35

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Við þurfum ekki frekari staðfestingu á eðli hins nýja hvítþvegna Framsóknarflokki.

D og B eru byrjaðir að máta sig saman enn og aftur.

hilmar jónsson, 23.2.2009 kl. 12:44

3 Smámynd: Sævar Helgason

Fjármálamennirnir í Framsókn eru orðnir órólegir með seinaganginn á lausn fyrir Ólaf í Samskipum- gæti ég trúað.  Hann vill refjalaust að við greiðum honum 180 milljarða ísl kr vegna galdeyrisvafninga sem hann var að möldla með fyrir hrunið...Þó Sigmundur formaður sé vænn piltur þá eru hákarlar Framsóknar að baki... Ekkert hefur breyst hjá gömlu og spilltu Framsókn. En við fylgjumst grannt með leiknum og spyrjum að leikslokum,

Sævar Helgason, 23.2.2009 kl. 12:58

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já ekkert hefur breyst hjá gömlu spilltu framsókn

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.2.2009 kl. 13:06

5 identicon

Hverjum í hug að hægt væri að treysta Framsóknarskækjunni? Afsakið skækjur.

Rósa (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 13:17

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þá vitum við hvernig næsta ríkisstjórn verður nái þessi flokkar að mynda meirihluta. Guð hjálpi Íslandi og íbúum þess lands.

Arinbjörn Kúld, 23.2.2009 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband