HJÁLP hagfræðingar hjálpið mér hér!

Hver nennir eiginlega að hugsa um hagtölur?

Ég fór óvart að hugsa um hagtölur og þá kom eftirfarandi í ljós.

Halli ríkissjóðs

Halli ríkissjóðs vegna vaxtagjalda ár 200987,000,000,000
Halli ríkissjóðs vegna stjórnsýslu og velferðar ár 200966,000,000,000
Halli samtals153,000,000,000
  
  
Gert er ráð fyrir hallalausum fjárlögum 2011 en það þýðir
Halli ríkissjóðs vegna vaxtagjalda150,000,000,000
Halli ríkissjóðs vegna stjórnsýslu miðað við 200966,000,000,000
Niðurskurður til að viðhalda hallalausum fjárlögum216,000,000,000

Í þessum útreikningum er ekki gert ráð fyrir skertum tekjum ríkissjóðs vegna atvinnuleysis og gjaldþrota.

Þessi niðurskurður jafngildir að heilbrigðiskerfið sé lagt niður auk þess sem allir háskólar og menntaskólar eru lagðir niður auk þess sem bótakerfið er verulega skert. T.d. enginn atvinnulaus fær bætur og öryrkjar verulega skertar bætur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Góð spurning Óslar. Auðvitað fer allt til fjandans þegar fáir eru eftir til þess að framleiða.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.2.2009 kl. 20:02

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er nefnilega það.  Þegar það uppgötvast 20% að skatttekna þess opinbera eru horfnar, þá fyrst fer atvinnuleysið að bíta fleiri en fólk í verklegum framkvæmdum og þjónustu. 

Miðað við sofandahátt þess Alþingis sem nú situr og að því gefnu að það verði sofið fram á næsta haust, þá geta opinberir starfsmenn búast við hörðum næsta vetri og galtómum atvinnuleysis- og ríkissjóð.  Þetta skýrir kannski tregðu ráðamanna til annars en að sitja sjálfir þrátt fyrir ráðaleysi og óvinsældir.  Er á meðan er.

Magnús Sigurðsson, 23.2.2009 kl. 21:32

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jamm næstu vetur (fleirtala) verða dáldið erfiðir.

Arinbjörn Kúld, 23.2.2009 kl. 22:11

4 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Þetta eru svona tölur sem fá mann til að tapa bjartsýinni. Ég vona bara svo sannarlega að einhverjir góðir menn, finni lausn á þessu vandamáli (ef það er hægt).

Kannski er bara eitt í stöðunni og það er að fara bara til Kanada????

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 23.2.2009 kl. 23:14

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Kristín.

Ég er með betri lausn.  Sendum frekar uppklappara Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Kanada.  Jóhanna getur hjúkrað þeim á leiðinni.  Svo getum við hin bara einhent okkur í að byggja aftur upp það sem þetta fólk er búið að skemma.

Og takk fyrir pistilinn Jakobína.  Þetta síast hægt og rólega inní þjóðarsálina.  Þegar fimm ára börn á leikskóla eru búin að meðtaka þessi ógnvænlegu tíðindi og skilja, þá tekur Bláskjár við sér.  Eru þeir ekki alltaf að tala við leikskólabörn?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.2.2009 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband