Hollendingar og Bretar settu Ísland á hausinn og nú kemur Hollendingur og Breti og vilja kaupa Ísland: Cosser og Visser

Aftur hossaði stöð tvö auðkýfningum Cosser. Cosser virðist vera nokkuð meðvitaður um mátt fjölmiðlana enda vildi hann kaupa Árvakur.

Hvers vegna hefur Stöð tvö svo mikinn áhuga á Cosser?

Þessi Cosser mun vera töff nagli en samkvæmt Viðskiptablaðinu hefur hann verið duglegur við að kaupa upp útsendinga- og tíðnileyfi í Ástralíu og hagnaðist ágætlega á því. Hann hefur lent í hörðum átökum við stjórnvöld á miðjum tíunda áratug síðustu aldar vegna leyfismála og fór í auglýsingaherferð í blöðum gegn Bob Collins, ráðherra fjarskiptamála. Ráðherrann hótaði meiðyrðamálum í framhaldinu.

Kaupa upp útsendinga- og tíðnileyfi hvernig hljómar það. Fyrir mér hljómar það svolítið einokunarlegt. Viljum við meiri einokun?

Þessi auðmaður gengur svo langt að hann hótar Íslendingum. Ef þið eruð með einhverjar vangaveltu þá verður gripið til viðeigandi ráðstafana. Auðvaldskúgun í sinni tærustu mind.

Dómstólarnir eru nefnilega tæki auðvaldsins gegn þeim sem ekki hafa efni á því að nota þá.

Cosser er að sögn ekki tengdur neinum Íslendingum og er engin ástæða til þess að rengja það enda ljúga auðmenn aldrei.

Cosser hefur mikinn áhuga á því að eignast íslenskar orkuauðlindir.

Hann boðar að fleiri auðmenn muni fylgja í kjölfarið.

Hann hefur talað við Jón Ásgeir það viðurkenndi hann.

Ég ætla að telja hér upp nokkra íslendinga sem hafa líka mikinn áhuga á íslendkum orkuauðlindum.

Ólafur Ragnar Grímsson

Össur Skarphéðinsson

Bjarni Ármannsson

Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson

Kristján Guy Burges

Ingibjörg Sólrún

Björgólfur Thor

Á Íslandi eru gríðarleg auðæfi falin í orkuauðlindum og vatnsforða. Orkuforðinn á Íslandi jafngildir átján kjarnorkuverum.

Auðvaldið ágirnist þessi auðæfi.

Það er eðli auðvalds að ágirnast auðæfi hvar sem þau birtast. Græðgi er eldsneyti auðvaldsins. Eðli auðvalds er siðblinda sem skirrist ekki við að skapa fátæk og eymd í fótspor þess. Sagan hefur margsannað þetta. Ekki eru nema sextíu ár síðan að grimmd í æðstu valdastöðum skapaði miklar hörmungar í Evrópu.

Í skjóli fáfræði almennings um þær auðlindir sem búa í iðrum jarðar á Íslandi hóf fámennur hópur Íslendinga áhlaup á Íslenska ríkið til þess að færa þessar auðlindir í eigu fárra. Rey og Energy dæmið hjá Orkuveitu Reykjavíkur er skýrt dæmi um lið í þessari fyrirætlun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hann missti af mogganum. Hann fá kvótaeigendur. Cosset segir að fullt af útlendingum séu á leiðinni til að skoða "áhugaverða fjárfestingakosti" eins og það er yfirleitt orðað af greiningadeildum bankana. ÞEir koma þá allir til að fá sinn skref af öllu. Gleymum því ekki að Össur er búinn að opna á möguleika þess að selja orkuverin. Landið okkar er sem sagt á hægri en öruggri leið í hendur á útlendingum er það ekki?

Arinbjörn Kúld, 25.2.2009 kl. 22:58

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það virðist vera markmiðið að stela landinu undan okkur.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.2.2009 kl. 23:09

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Gætir þú upplýst mig betur því ég hef ekki fylgst nógu vel með í dag.  Fatta ekki fyrirsögnina.  Er einhver hollendingur að koma eða er þetta almenn aðvörun.  

En enn og aftur góður pistill.  Græðiskapítalisminn aldrei nógu oft skammaður.  En við hendum þessum hákörlum úr landi eftir búsáhaldabyltinguna hina seinni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.2.2009 kl. 23:24

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það var í frettum dv að í fylgd með Cosser er Hollendingur að nafni Visser

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.2.2009 kl. 23:33

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir að standa vaktina.

Ómar

Ómar Geirsson, 26.2.2009 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband