Arðrán á gjöfum jarðar

Ég birti hér pistil eftir Baldur Gauta Baldurson

Mig langar að skýra út hér hvað býr að baki vangaveltum mínum. Fyrir nokkru heyrði í útvarpi hér ytra samtal sérfræðings í þróunaraðstoð og þróunaraðstoðaráætlanagerð og umsjónar manns þáttarins. Það reyndar var nokkru síðar að ég áttaði mig á alvarleika þess sem rætt var um í útvarpsþættinum.

Í fjölda ára hafa stórfyrirtæki í matvælaiðnaði staðið í fjárfestingum á landnæði í Suður-Ameríku, Rússlandi, Asíu og sér í lagi Afríku.  Ástæða þessara fjárfestinga og leigutöku jarðnæðis (oft í fátækustu löndunum í hverri álfu) er fyrirsjáanlegur skortur á mat í framtíðinni. Nú hafa t.d. Kínverjar hafið kaup á landnæði í fátækum löndum Afríku. Fyrirsjáanlegur skortur á heppilegu landnæði í Kína fyrir rækt matvæla er þegar fyrir löngu orðinn ljós. Hér eru gerðir ýmist leigusamningar til 90 ára eða land hreinlega keypt á hófsamlegu verði. Ekkert lát er heldur á því að stóru matvælakeðjurnar í Evrópu og Bandaríkjunum standi í svipuðum viðskiptum. Sum þessara fyrirtækja hafa hátæknibúnað til að stýra sáningu og uppskeru sem stýra má með gervihnattabúnaði.

Þessi þróun er skelfileg. Sjálfsþurftarbúskapur sem oft er byggður á aldalangri þekkingu á getu jarðar til að framleiða og endurnýjast hverfur fyrir nauðyrkju og framið er bókstaflega arðrán á gjöfum jarðar. Aukin notkun efna og næringar sem auka á framleiðni breytir jafnvægi náttúrunnar og efnasamsetningar grunnvatns. Vítahringurinn er hafinn. Vatnsból mengast, vatn "drepst" og þegar þessi spilliefni berast til hafs deyr hafið. Fullkomin röskun verður á jafnvægi náttúrunnar og skaðinn er skeður.

Iðnríkin, gróðrarstía velferðarsjúkdóma og spilavítishagkerfis munu í krafti efnahagslegra yfirburða sinna setja ríki þessara landa í ánauð. Í dag þurfa þessi ríki fjármagn og það fljótt.  Skotfenginn gróði án framtíðarsýnar verður reipið um háls sumra Afríkuríkja, Asíulanda og Suður-Ameríkulanda.

Ég hvet Íslendinga að skipa sér í flokk andstæðinga kaupa á svartri jörð. Svo hefur það jarðnæði verið kallað sem keypt eða leigt er til nauðyrkju.

Nýlega var sýndur þáttur í sænska sjónvarpinu Svt sem bar heitið "Är maten slut?" en um það segir:

Fransk dokumentär från 2008. För första gången på 30 år står världen inför en livsmedelskris (matvælaskorti). Världens fattiga har redan börjat protestera och risken för nya upplopp är överhängande.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjá:

http://svtplay.se/v/1418773/dokument_utifran/ar_maten_slut_?cb,a1364145,1,f,103473/pb,a1364142,1,f,103473/pl,v,,1450585/sb,p103473,1,f,-1

SH (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 13:04

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Þetta er Nýja Ísland að skilja  glæpi frjálshyggjunnar og græðginnar.

Kveðja.  Ómar

Ómar Geirsson, 26.2.2009 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband