Er Ísland heimskasta land í heimi?

Hver fjögurra manna fjölskylda á Íslandi eyddi 120 milljónumá s.l. tveim til þremur árum (varlega reiknað). Dálaglegt fyllerí það".

Þessu halda valdhafarnir fram.

Þjóðin tók þátt í óráðsíunni segja þeir. Keypti sér flatskjái að mati valdhafanna. Valdhafarnir treysta því að við séum nógu heimsk til þess að trúa þessu.

Þjóðarbúið skuldaði erlendis tíu þúsund milljarða í haust þegar bankarnir hrundu.

Þetta þýðir að tíu þúsund milljarðar (sennilega nálægt tuttugu á núverandi gengi) af erlendum gjaldeyri hafa verið flutt inn í landið!

Hvert fór þessi gjaldeyrir?

Kannast einhver við að hafa eytt honum?

Ef landið hefði verið í auðn árið 2000 þá hefði verið hægt að byggja það upp fyrir þetta fjármagn.

Sagt er að Kárahnjúkavirkjun hafi kostað um 150 milljarða!

Það ber að benda á að til þess að eyða þessum gjaldeyri hefur fólk annaðhvort þurft að kaupa innflutta vöru eða fara til útlanda

Kaup á innlendu vinnuafli eða vöru framleiddri úr innlendu hráefni innanland teljast ekki með


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég hafði bara ekki svona mikla peniga á milli handana til að geta eytt þeim.

Offari, 26.2.2009 kl. 14:34

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þeir hafa verið nokkuð dýrir þessir flatskjáir!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.2.2009 kl. 14:35

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Rut sagði: "ekki ég". Svo á ég heldur ekki flatskjá né annan slíkan munað. Það má setja það í prósenturnar.

Rut Sumarliðadóttir, 26.2.2009 kl. 14:48

4 identicon

Er hægt að fá eitthvað annað en flatskjá ef maður ætlar að kaupa sér sjónvarp í dag?

Annars er þetta svo þreytt tugga að það hálfa væri nóg.  Ég á flatskjá, Philips 32".  Hann kostaði 115.000 krónur og ég borðgaði með debet.

Flatskjár er ekki dýr hlutur í dag.  Hann var það kannski um aldamótin, en að tala um flatskjákaup sem eitthvað fínerí í dag meikar bara ekki sens. Það er einfaldlega ekki hægt að fá neitt annað til að hofa á sjónvarpið.

Björn I (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 15:22

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Björn þú hefðir getað keypt þér 87 milljón flatskjái fyrir erlendar lántökur þjóðarbúsins. Gerðir þú það nokkuð? Ef þjóðin hefur tekið þátt í þessari óráðsíu með þér eru um 800 flatskjáir á hverju heimili í landinu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.2.2009 kl. 15:35

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

tortola, caymann eyjar? Ég fékk aldrei neinar 120 millur til eins né neins. Hafi svo verið þá ætti ég líklega um 200 í dag með skynsamlegum fjárfestingum eða þannig.

Arinbjörn Kúld, 26.2.2009 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband