Hvað varð um vatnsréttindin í Hafnafirði?

Fréttir eru af því á Vísi að Lúðvík Geirsson ætli í framboð fyrir samfylkingu. Kannski ætlar hann að reyna að selja aröbum restina af Íslandi. Mér skils að fjármál Hafnafjarðabæjar séu rústir einar eftir veru hans sem bæjarstjóra þar. Varla verður sagt að ferskir vindar blási um samfylkingu í kjördæminu.

Lúðvík Geirsson hefur staðið í samningaviðræðum við auðkýfinga um að gefa þeim aðgang að auðlindum þjóðarinnar. Af vinsemd (veit ekki hvort, einni saman) var hann í samningaviðræðum við fjárfesta og framkvæmdaraðila frá Sádí-Arabíu.

Lúðvík talaði um samninga um vatnskaup en bætir svo við tekjur af starfseminni fyrir Hafnarfjörð verða fyrst og fremst afleiddar, s.s. þar sem um útflutning verður að ræða frá höfninni og eins að í verksmiðjunni munu starfa um fimmtíu manns. Hvert fara þá tekjurnar af vatsnkaupunum?

„Ef allt gengur eftir verða þeir hér með átöppunarverksmiðju og einnig töluverðan vatnsútflutning, bæði með gámum og tankskipum. Hugmyndin er að þeir leiði vatn frá vatnsbólum Hafnarfjarðar í pípu að verksmiðjunni og flytji síðan vatn út frá höfninni.“

Það segir frá þessu í mbl í júní á sl. ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband