Eru auðvaldssinnar í öllum flokkum?

Baráttan í dag er á milli auðvaldssinna og þeirra sem vilja standa vörð um velferð þjóðarinnar. Ég hef frá því í haust verið að skoða hvort ég gæti kosið einhvern flokk til þess að standa með almenningi um velferð þjóðarinnar en gegn auðvaldsöflunum.

Ég fæ ekki betur séð en að allir flokkar séu mengaðir af auðvaldssinnum.

Það ætti að vera skýlaus krafa almennings að einstaklingar í framboði geri grein fyrir kvótaeign sinni, afstöðu til einkavæðingar orkuauðlinda og vatnsréttinda auk afstöðu sinnar til stóriðjuframkvæmda.

Almenningur á rétt á því að fá að vita hvað hann kýs.

Alvarlegasta lýðræðishindrunin í dag eru blekkingar þeirra sem vilja komast yfir auðlindir þjóðarinnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband