Tryggvi Þór studdi skattaskjólin

Margir rugla saman markaðshyggju og frjálshyggju. Ég er markaðshyggjukona og einnig allir sem ég þekki. Hver vill ekki hafa blómleg viðskipti og markað sem þjónar fólkinu í landinu. Sérhæfing kallar á viðskipti og sjálfsagt er að þau fari fram á frjálsum markaði þar sem eðlileg samkeppnislögmál ríkja. Við eðlileg samkeppnisskylirði myndast sanngjarnt verð vörunnar og vernda þarf markaðinn gegn spillingu sem leiðir til einokunar, verðsamráðs og viðskiptaglæpa.

Ný-frjálshyggjan vinnur markvisst gegn eðlilegum viðskiptum á markaði og sýkir hann til þess að þjóna auðvaldinu. Ný-frjálshyggjan þróast yfir í nýfasisma sem vanvirðir mannréttindi og eignarétt bæði einstaklinga og þjóða til þess að þjóna viðskiptaglæpamönnum og auðvaldinu.

Þekktir viðskiptaglæpamenn eru þeir sem:

  • Stela fisknum sem syndir í sjónum
  • Ásælast orkuna í iðrum jarðar og fallvötnum sem er þjóðarsameign
  • Ásælast vatnið sem rennur til sjávar sem er þjóðarsameign
  • Stela linnulaust frá þjóðinni með einokun, verðsamráði, viðskiptaþvingunum og tengslamyndunum.
  • Vilja leggja landið undir olíuhreinsistöðvar og aðra stóriðju sem skilar þjóðinni engu nema aukinni mengun.
  • nýta sér þjónustu ríkisins en taka ekki þátt í kostnaði sem henni fylgir með undankomu leiðum frá skatti, s.s. skattaskjólum

Hvers vegna vildi Tryggvi Þór ekki ákvæði sem vinnur gegn undanskotum í skattaskjól?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband