Hvers vegna að birta falsupplýsingar úr skoðanakönnunum?

Með því að birta falsupplýsingar sem gefa til kynna að valdhafar njóti trausts er verið að reyna að telja hinum (sem eru um 50%) að valdhafar séu verðir trausts en þeir eru trausti rúnir eftir hrikalega frammistöðu við stjórnun þjóðarbúsins.

Birting falsupplýinga er í anda ný-frjálshyggjunnar sem valdhafar eru svo illilega smitaðir af að þeir eiga erfitt með að snúa við henni baki.

Falsupplýsingar eru notaðar til þess að fá almenning, viðskiptavini eða kjósendur, til þess að taka ákvarðanir sem eru andstæðar þeirra eigin hagsmunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér hljóp blóð á tönn og reifaði þetta á mínu bloggi. Það er fátt sem æsir mig meira upp en þessi blekkingaráróður í gegnum tölfræðitúlkanir. Ódrengilegra gerist það varla.

Takk fyrir að fýra upp í mér.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.2.2009 kl. 20:06

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Manni hafa þótt þessar tölur úr könnunum skrítnar miðað við allt sem á undan er gengið.

Arinbjörn Kúld, 27.2.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband