Leppur eða ekki leppur?

Vill kauða jarðvarmann. Hver? Þessi Cosser og ekki heyrist neitt frá yfirvöldum. Hvers vegna eru ráðamenn ekki spurðir hvort stefnt sé að því að einkavinavæða auðlindirnar?

Ágætur maður skrifar hjá Agli Helga:

Ég leitaði stuttlega að einhverju um þennan milljarðamæring.

Í Wall Street Journal hefur ekki verið minnst á hann einu orði síðustu 2 árin.

Í Financial Times fæst sama niðurstaða - ekki múkk.

Í Bloomberg er minnst á hann í 4 fréttum sem eru ekki um neitt eða sem tengjast þessu númer 2 hér að neðan.

Þegar maður gramsar í Google sér maður að:

1. Hann hefur verið útvarpsþulur hjá ABC í Ástralíu einhvern tíman.

2. Hann stofnaði áskriftarsjónvarp sem er kallað “failed”, þ.e. sem misheppnaðist. Það félag var sett á markað á 90 sent en var í 24 sentum þegar Cossers hætti hjá félaginu - greinilega í ekki allt of góðu.

Hvernig er hægt að vera milljarðamæringur í dollurum og þetta er umfjöllunin? Ég bara spyr.

Ef Cosser biður mig fallega skal ég segja honum hver ég er og þá getum við átt viðræður um þessi mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband