HEIMILIN: LAUSN SEM VIRKAR

Ég mæli með lausn sem hagfræðiprófessorinn og fyrrum Wall Street sérfræðingurinn Michael Hudson hefur komið á framfæri.

Það er að greiðslubyrði lána verði færð niður að greiðslugetu fólks. Það þarf að fyrirbyggja að fólk gefist upp og tryggja greiðsluflæði til stofnanna. Greiðslubyrði lána þarf að vera færð til samræmis við ráðstöfunartekjur fólks þannig að afgangur sé til þess að halda uppi annarri neyslu.

Það þarf að aðstoða fólk sem hefur keypt sér of stórar eignir til þess að flytja sig í minni eignir og aðlaga fjárhaginn að því. Þær aðgerðir sem gripið er til þurfa að skapa fólki raunhæfan kost og leysa það úr skuldaánauð.

Það þarf að færa skuldir niður sem eru umfram markaðsvirði eigna. Þetta er sjálfsagt og ekki óeðlilegt að lánadrottnar taki þannig á sig hluta af tapinu.

Raunhæfur kostur þýðir að fólk á ekki að greiða margfalt markaðsvirði fyrir eignir. Ef gerðar eru óeðlilegar kröfur til fólks gefst það upp og flýr land.

Fyrirgreiðslur til fyrirtækja þurfa að taka mið að því að halda upp atvinnulífi í landinu. Það á ekki að gefa fyrri eigendum fyrirtæki sem þeir eru búnir að setja í þrot heldur á að gefa starfsmönnum kost á að eignast fyrirtækin. Starfsmenn eru mun líklegri til þess að gæta þess að keyra ekki fyrirtæki í þrot aftur með óráðssíu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru lausnir sem þarf að taka til athugunar því þær virðast vera framkvæmanlegar Jakobína.

Lilja Skaftadóttir (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 23:14

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

þakka þér fyrir það Lilja. Hvenær verður þú á landinu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.3.2009 kl. 23:18

3 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Heyr heyr.

Hagsmunasamtök heimilanna eru inni á svipaðri línu.

Kíkið á www.heimilin.is

Þórður Björn Sigurðsson, 1.3.2009 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband