Stefnir olíufélagið N1 á völd á Alþingi Íslendinga?
Bjarni Benediktsson (f. 26. janúar 1970) er lögfræðingur og þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi síðan 2003. Hann erfyrrverandi stjórnarformaður olíufélagsins N1 (Esso?) og BNT, hann sagði af sér stjórnarformennsku eftir bankahrunið á Íslandi haustið 2008 vegna þess að honum fannst á vissan hátt óheppilegt að vera mjög virkur þátttakandi í viðskiptalífinu eftir að bankarnir komust í hendur ríkisins. Það getur möguleika leitt til einhverrar tortryggni sem gæti bitnað á hagsmunum félaganna."Bjarni Benediktsson er náfrændi Björns Bjarnasonar Þann 31. janúar 2009 lýsti Bjarni yfir framboði til formennsku í Sjálfstæðisflokknum
BNT var stofnað árið 2006 og ekki veit ég hvernig það var fjármagnað né heldur eignarhlut Bjarna Ben í fyrirtækinu.
Það er þó ljóst að mikil einokun og verðsamráð hafa ríkt á olíumarkaði. þetta er talin vera einhver skítugasti buisnessinn hér á landi. Olíufélögin hafa gagngert haldið erlendum olíufélögum burtu frá landinu enda lítið fyrir samkeppni.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (fæddur 12. mars 1975 ) er formaður Framsóknarflokksins en hann hlaut kosningu á landsfundi flokksins 18. janúar 2009.[1] Sigmundur Davíð er skipulagshagfræðingur að mennt en starfaði áður sem blaðamaður og sem fréttamaður á RÚV. Faðir hans, Gunnlaugur Sigmundsson, framkvæmdastjóri, var þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn 1995-9 en áður var hann stjórnarformaður Kögunar sem þá var ríkisfyrirtæki.
Gunnlaugur einkavæddi síðan Kögun og eignaðist fyrirtækið sjálfur. Ekki veit ég hvernig hann fór að því né hvort hann hafi skráð það í nafni konu sinna og barna en eitt þeirra er Sigmundur Davíð. Það var ólöglegt hjá Gunnlaugi að skrá fyrirtækið á sjálfan sig við einkavæðingu þannig að ég veit ekkert hvernig hann fór að því.
Merkilegt er að Gunnlaugur Sigmundson situr í stjórn N1 og því ljóst að Sigmundur Davíð og Bjarni Ben tengjast sameiginlegum viðskiptahagsmunum.
Gott væri ef Sigmundur Davíð gerði grein fyrir því hvort hann eigi hlut í Kögun sem var einkavædd í boði framsóknar.
Engeyjarættin og framsóknarklíkan að senda strákana sína í stjórnmálin. Ekki amalegt að hafa þá þar til þess að víla og díla með landslögin.
Erum við ekki annars búin að fá nóg af því?
Stjórn olíufélagsins N1
- Einar Sveinsson, formaður
- Benedikt Jóhannesson
- Gunnlaugur M. Sigmundsson
- Jón Benediktsson
- Halldór Jóhannsson
Hvernig er skuldarstaða N1 gagnvart bönkunum?
Hefur N1 fengið fyrirgreiðslu, afslátt, niðurfellingu, afskriftir, eftirgjöf eftir bankahrunið?
Hvers vegna er álagning á bensín svo há?
Hvers vegna sagði Bjarni Benediktsson eftir bankahrunið:
á vissan hátt óheppilegt að vera mjög virkur þátttakandi í viðskiptalífinu eftir að bankarnir komust í hendur ríkisins. Það getur möguleika leitt til einhverrar tortryggni sem gæti bitnað á hagsmunum félaganna."
Hvers vegna var það ekki tortryggilegt að hann sat í stjórn N1 fyrir hrunið?
Voru eigendur Landsbankans ekki vildarvinir sjálfstæðisflokks?
Hvaða máli skiptir hvort hann hætti sem stjórnarformaður í N1?
Er hann ekki ennþá hagsmunaaðili að N1?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:43 | Facebook
Athugasemdir
Eru þeir ekki báðir pabbadrengir, sem hafa fengið spillinguna í fæðingargjöf?
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.3.2009 kl. 01:19
Þeir hafa alla vega markmiðin á hreinu
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.3.2009 kl. 01:23
Athyglisvert Jakobína!
N1 er gamla Essó. Ef ég mætti bæta við þá eru fjölskyldur Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs líka saman í stjórnum Icelandair og Máttar auk þess að vera þar stórir hluthafar. Allir sem hafa lágmarksþekkingu á erfðalögum gera sér grein fyrir því að hagsmunir Bjarna og Sigmundar liggja í því að þessum félögum, auk N1, vegni sem best og njóti sérstakrar fyrirgreiðslu nú þegar fyrirtæki eru að sligast undan byrðum sem stofnað var til í skuldsettum yfirtökum.
Þessir menn eru bara algjörlega óhæfir til forystu í stjórnmálum út af fjölskyldu- og eignatengslum við valdablokkir í viðskiptalífinu - sérstaklega við þessar aðstæður.
Er ekki fjölskyldan það sem stendur manni næst?
SF (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 11:28
Víða liggja leiðir en þó einkum og sér í lagi í gegnum eignarhaldsfélög.
Arinbjörn Kúld, 2.3.2009 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.