Sex manna fjölskylda með 160 þús á mánuði

Fólk á ekki mat handa börnum sínum

Fjögur til fimmþúsund milljarðar hurfu út úr hagkerfinu.

Hvert fóru þeir?

Til Tortola?

Ólafur Ólafsson, Jón Ásgeir, Björgólfur Thor, Björgólfur Guðmundsson, Pálmi Haraldsson, Bjarni Ármannsson hvað gerðu þeir?

Hverjir tóku matinn frá börnunum?

og já hvernig er með fyrirtækið Leiftur skráð á Jómfrúareyjum sem er í eigu Wernersbræðra.

Hvað eru þau mörg, 136 þessi fyrirtæki á aflandseyjum.

Hvað eru margir stjórnmálamenn flæktir í þessi aflandseyjamál?

Hvers vegna vildi Björn Bjarnason ekki rannsaka eftir bankahrunið?

Bankamenn tóku þátt í skattsvikum

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir með ólíkindum hve umsvif félaga skráðra í skattaskjólum hafi vaxið hér á landi. Hann er sannfærður um að ákveðnir starfsmenn hina föllnu banka hafi átt þar hlut að máli.

Skúli Eggert hefur rökstuddan grun um að þetta hafi menn gert til að svíkja undan skatti. Skattayfirvöld um allan heim hafa um áratugaskeið glímt við skattaskjól og hentifélög skráð í slíkum löndum. Hann segir að á Íslandi hafa menn gengið að ýmsu leyti gengið lengra en víða erlendis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sama dag og Skúli kemur fram með þetta þá hætta 3-5 stjórar hjá KB-banka - samhengi???

Arinbjörn Kúld, 3.3.2009 kl. 10:46

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Var ekki eiginmaður Þorgerðar Katrínar meðal þeirra?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.3.2009 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband