Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, sjálfstæðisflokkurinn bauð honum hingað

Það er augljóst að skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru að valda þjóðarbúinu alvarlegum búsifjum.

Skilyrði þeirra eru harkalegt og af einhverjum ástæðum fást stjórnvöld ekki til þess að ræða þetta af fullri hreinskilni. Það er einnig athyglisvert að valdhafar gera lítið af því að upplýsa um stöðu þjóðarbúsins og bera því við að ekki sé nógu mikið vitað en það er bara fyrirsláttur.

Nokkrar staðreyndir tala þó sínu máli.

Vextir af erlendum lánum 2009 87.000.000.000

Áætlaðir vextir af erlendum lánum 2010  150.000.000.000

Erlendar skuldir 2009  1.650.000.000.000

Verða þá ekki erlendar skuldir árið 2010 um 2.840.000.000.000 ef miðað er við sömu vexti?

Þetta er það sem stjórnvöld gera ráð fyrir en eru ekki að tala mikið um við almenning.

Síðan krefst Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þess að fjárlög verði hér hallalaus árið 2011

Þetta þýðir ef tekið er mið af núverandi fjárlögum og væntanlegum vaxtagreiðslum af erlendum lánum að niðurskurður verði um 216 milljarðar. Til samanburðar má geta að á fjárlögum 2009 eru framlög til heilbrigðismála um 100 milljarðar, til allra háskóla og menntaskóla um 50 milljarðar, til atvinnuleysinsbóta um 18 milljarðar o.s.frv. Af þessu má sjá að þetta er blóðugur niðurskurður sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn krefst.

Í þessari áætlun er niðurskurður vanmetin vegna þess að ekki er gert ráð fyrir alvarlegum afföllum skattstekna vegna atvinnuleysis og gjaldþrota fyrirtækja.

Krafa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um háa stýrivexti magnar þau vandamál sem ég lýsi hér að ofan vegna þess að stýrivextirnir eru að ganga að fyrirtækjunum dauðum. Í dag eru hátt í 80% fyrirtækja tæknilega gjaldþrota eins og það er kallað.

Samdráttur í útflutningstekjum felur í sér að gjaldeyristekjur minnka en vexti af erlendum lánum þarf að greiða í gjaldeyri.

Hverjum getum við treyst fyrir þessum gríðarlegu vandamálum sem sjálfstæðisflokkurinn hefur komið okkur í?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Bara að leiðrétta þig Jakobína því þú hefur greinilega ekki fylgst með atburðarrásinni á sínum tíma. Það var Samfylking sem hrópaði á IMF. Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki sjá hann.

Þú getur því þakkað Samfylkingunni en ekki Sjálfstæðisflokki!

Vilborg G. Hansen, 2.3.2009 kl. 22:37

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Var það ekki sjálfstæðisflokkurinn sem einkavæddi bankana til glæpamanna?

Var það ekki forsætisráðherrann Geir Haarde sem ásamt Árna Matt sömdu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Minnir að Árni Matt hafi leitt það.

Hefur sjálfstæðisflokkurinn ekki verið við völd í 18 ár. Tók við landinu í velsæld og skildi það eftir í örbyrgð?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.3.2009 kl. 22:49

3 identicon

... og það var Geir Haarde sem sagði að við yrðum komin á sléttan sjó 2011: 2.840.000.000.000

Kolla (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 23:14

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Tek undir með þér Bíbí. Sagan segir sig sjálf.

Rut Sumarliðadóttir, 2.3.2009 kl. 23:17

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Takk fyrri góða samantekt.  Fólk hlýtur að kveikja að málin þurfa að ræðast.  Gjaldeyrishöftin voru t.d framlengd um óákveðinn tíma í dag.  Hvað segir það okkur?  Jú, það eru engar forsendur fyrir hinum svokallaða trúverðugleika sem átti að tryggja fleytingu krónunnar.  Til hvers eru þá þessir háu stýrisvextir?

Því þegar ástandið er svona slæmt og skuldastaðan svona mikil, þá má ekki hafa háa vexti.  Þeir kæfa endanlega niður alla framleiðslu.  Ef hrunið var landráð af gáleysi, þá er þessi vaxtastefna vísvitandi landráð til að eyðileggja íslenskan efnahag. 

Og til hvers? Hvaða ógnarskilmálar eru í samningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem fær þetta ágætisfólk, Jóhönnu og Steingrím, til að framkvæma þessi óhæfuverk gagnvart þjóðinni?  Því 18 % stýrisvextir eru óhæfuverk, hvernig sem litið er á málin.  Það þrífst ekkert mannlíf án atvinnulífs.  Þá verðum við fyrst uppá ölmusu útlendinga komin.  

Er það virkilega draumur þjóðarinnar?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.3.2009 kl. 01:49

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég sé ekki betur en að þú hafir bara rétt fyrir þér Ómar Geirsson. Það er engin þörf á AGS til að skipuleggja útför atvinnustarfsemi á Íslandi. Hún er komin í rúst innan örfárra mánaða við óbreytt vaxtastig.

Árni Gunnarsson, 3.3.2009 kl. 10:45

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta er nokkuð nærri lagi með upphæðir skulda. Var sjálfur búinn að reikna þær út. 18% stýrivextir eru auðvitað fáránlegir en það er ástæða fyrir þeim og það eru blessuð jöklabréfin sem valda þeim. Tilgangurinn með þessum háu stýrivöxtum er meðal annars að halda bréfunum hér á landi til að koma í veg fyrir gjaldeyrisflótta. Þetta eru um 400-500 milljarðar í beinhörðum gjaldeyri. Fari þeir peningar úr landi þá erum við algjörlega toast!

Arinbjörn Kúld, 3.3.2009 kl. 12:57

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ari við erum hvort sem er "toasted" með þessa háu stýrivexti.

Það eru því miður fjandi mörg vandamál í þjóðarbúinu og lausn á einu þeirra dýpkar það næsta. Bölvað klúður í boði sjálfstæðisflokks.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.3.2009 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband