Lýsi eftir stjórnmálamönnum sem eru ekki í boði Bónus

Fréttir í DV herma að Guðlaugur Þór hafi farið í slaginn við Björn Bjarnason í Boði Jóhannesar í Bónus.

Jóhannes hefur alltaf gefið sig út fyrir að vera vinur þeirra sem standa höllum fæti. Skýtur þá ekki skökku við að styðja herskáasta einkavæðingar- og einkaneyslusinnan í heilbrigðismálum til valda í heilbrigðisráðuneytinu.

Svo má líka spyrja hvers vegna Jóhannesi í Bónus finnst að hann eigi að fá að ráða hverjir stjórni landinu.

Í DV segir m.a.

Þar heldur hún því fram að eigendur Baugs hafi reynt að koma Birni Bjarnasyni úr starfi. Jóhannes í Bónus og tengdir aðilar hafi því lagt fram verulegar fjárhæðir í kosningasjóð Guðlaugs Þórs svo honum tækist að velta Birni úr 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú gerir þér vonandi grein fyrir að DV er að vitna í orð Jónínu Ben.

Sögusagnir um að Guðlaugur Þór sé í framboði í boði Baugs ríma annars sérkennilega við sögusagnir um að Baugur beiti sér í gegn um DV að því að taka Guðlaug Þór niður. 

Halldóra (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband