Tilfinningarót í Kreppu

Kreppan hefur komið róti á tilfinningar Íslendinga. Fólk hefur verið ævareitt. Fólk kvíðir framtíð sem það ekki skilur fyllilega hvað ber með sér.

Orsakir ástandsins á Íslandi má rekja til nokkurra meginþátta:

  • Spillingu í viðskiptalífi
  • Spillingu í stjórnmálalífi
  • Undarlegra samninga vegna innistæðna erlendis í íslenskum bönkum
  • Óbilgjarnra skilyrða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
  • Leynimakks stjórnvalda gagnvart þjóðinni
  • Heimskreppunnar

Tilhugsunin um ofangreinda þætti veldur fólki óþægindum. Þessir þættir hafa með einum eða öðrum hætti skilað sér inn í kjör þess og einkalíf. Jákvæðar hugsanir og fyrirgefning er boðuð en forsenda fyrirgefningar er iðrun og lítið bólar á henni hjá þeim sem brotið hafa af sér. Jákvæðar hugsanir eru ekki uppbyggilegar á tímum sem þessum.

Jákvæð hugsun þýðir einfaldlega að fólk sætti sig við að vaðið sé yfir það á skítugum skónum en ekki kann það góðri lukku að stýra. Mun affarasælla er að vera gagnrýnin og sporna við óheillaþróun. Það að sporna við óheillaþróun þýðir ekki að vera með niðurrifsstarfssemi eða bölmóð heldur að hugsa þarf um málefni af raunsæi og finna nýjar og jafnvel óvenjulegar lausnir.

Það þarf líka að hugsa um persónuvernd og mannréttindi. Það gengur ekki að vaða af offorsi gegn sjálfstæðismönnum eingöngu vegna þess að þeir fylgja vondri hugmyndafræði. Það nægir að hafna hugmyndafræðinni og kalla þá sjálfstæðismenn og aðra sem leiddu atburðarrásina til ábyrgðar.

Fjöldi einstaklinga hefur átt erfitt uppdráttar á liðnum árum vegna þess að þeir hafa ekki verið í náðinni hjá stjórnvöldum. Þeir voru beittir rangindum og það hefur farið misjafnlega með fólk. Ég vil minna fólk á að vinnubrögð sjálfstæðisflokks eru ekki til eftirbreytni. Það er mikilvægt að þeir sem komast til valda virði mannréttindi fólks hvernig svo sem hugmyndafræði fólks er háttað og virði einnig mannréttindi sjálfstæðismanna.

Það er mikilvægt að þeir sem brutu af sér séu dregnir til saka því það eru mannréttindi hinna sem brotið var á. Reglur þurfa að vera algildar um meðferð mála. Sá sem stelur milljarði á svara fyrir það í hlutfalli við glæp sinn en ekki njóta linkindar vegna valdastöðu.


mbl.is Tíðari veikindi - Fleiri slys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Landlæknir benti einmitt á nauðsyn þess að réttlætinu yrði fullnægt. Það væri afgerandi fyrir sálarheill fólks.

Finnur Bárðarson, 5.3.2009 kl. 15:54

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Sammála Jakobína.  Takk fyrir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2009 kl. 16:54

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Góð áminning

kveðja að norðan

Arinbjörn Kúld, 5.3.2009 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband