...en í frétt mbl segir m.a. að fjölga eigi störfum með ...inn- og útflutningi á óunnum fiski..fjölga á störfum í byggingariðnaði en enginn vill kaupa húsnæði. Er þetta skilvirkt...hafa yfirvöld aldrei heyrt um það sem hagfræðin kallar sunk kost?
Bankarnir hrundu og ofurskuldir þjóðarbúsins afhjúpuðust í kjölfarið. Hvað var tekið til ráða?
Fólki er í umvörpum sagt að hætta að vinna. Hvernig getur það bjargað Íslandi að fólki er sagt að hætta að vinna, að hætta að skapa verðmæti, fara bara heim og gera ekki neitt og íþyngja þar með þeim fáu sem halda áfram að vinna fyrir einhverja náð?
Er einhver heil brú í þessu? Sjálfsagt einhverjar arfavitlausar hagfræðikenningar að baki þessari fáránlegu hegðun mannskepnunnar.
Kenningar Samuelsons og Friedmans í allri sinni dýrð.
Framleiðsla dregst saman um allan heim. Verksmiðjum lokað og fólk á ekki pening til að kaupa neitt. Fyrirtæki sem ekki geta selt fara þá á hausinn og fleiri fara heim og eiga ekki peninga til að kaupa. Hjól atvinnulífsins stöðvast.
Það er ótrúlegt að ríkisstjórnin ætlar að henda 13.3 milljörðum í tónlistarhús. Þetta þjónar ekki þjóðinni heldur auðmönnum, þ.e.a.s. byggingarverktökum.
Það er heimskreppa framundan og því er spáð að draga muni úr ferðamennsku í kjölfarið.
Erfitt er að sjá að 13.3. milljarðar eigi að þjóna öðru en í að halda uppi verkefnum fyrir Íslenska Aðalverktaka og Portus sem er í eigu Landbankans og Nýsis. Þau ársverk sem skapast af þessari framkvæmd eru óheyrilega dýr og óskilvirk. Mikil áhætta er í þessu verkefni og engan veginn fyrirséð að það standist fjárhagsáætlun í framtíðinni.
Það sé með þetta eins og margar aðrar einkaframkvæmdir að verið sé að plata skattgreiðendur framtíðarinnar og látið líta út eins og guð almáttugur hafi hent þessu ofan af himnum. segir Pétur Blöndal
Gunnar Svavarsson greindi frá því að fulltrúar menntamálaráðuneytis og Austurhafnar hafi verið boðaðir á fund fjárlaganefndar á mánudag til að gera grein fyrir stöðu málsins. Ef hugmyndafræðin er sú að Austurhöfn eigi að kaupa Portus og gera það að dótturfélagi, þá um leið þarf Austurhöfn að gera Portus upp í samstæðunni og tekur yfir skuldbindingarnar. Skuldbindingar Portusar eru ekki þær sömu og Austurhafnar, því verkefni Austurhafnar um tónlistar- og ráðstefnuhús eru allt aðrar en verkefni Portusar, sagði Gunnar. Ef stjórn Austurhafnar ætli sér að kaupa Portus og gera það upp í samstæðu sinni verði hún að koma að þessu máli.
Pétur Blöndal sagðist ekki ráða annað af upplýsingum Gunnars en að ríkið væri ekki eingöngu skuldbundið vegna byggingar tónlistarhússins, heldur líka til að reisa 5 stjörnu hótel. Spurði Pétur hvort Alþingi hafi verið platað og hvort menn stæðu núna frammi fyrir að taka á sig gríðarlegar skuldbindingar, bæði vegna tónlistarhússins og hótelframkvæmda, sem ríkið væri neytt til að ráðast í.
Ætla að skapa 4000 ársverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:04 | Facebook
Athugasemdir
Sammála.
Menn gleyma því líka að það eiga að koma um 200 sérfræðingar frá Kína til að setja upp þennan glerhjúp á tónlistahúsið þannig að við léttum á atvinnuleysinu í Kína með gjaldeyrinum okkar.
Karl Þór Baldvinsson, 6.3.2009 kl. 16:12
Sammála líka. Við flytjum fiskinn út óunnin, bara frystann. Taka dani okkur til fyrirmydar í því að fullvinna heima.
Rut Sumarliðadóttir, 6.3.2009 kl. 16:16
Sammála - skil ekki viðhorfið með fiskinn - hver segir að fiskvinnsla sem og útflutningur fullunnis sjávarfangs gangi ekki ?
Jón Snæbjörnsson, 6.3.2009 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.