Er dómsvaldið kvenhatari?

Ung kona kom fram og sagði frá því að klámbúllueigandi selji konur til vændis.

Hvað gerir valdkerfið. Jú það telur að verðlauna eigi klámbúllueigandann með 500 þúsund kr. en engin rannsókn fer fram á meintum glæp.

Sjálfstæðismenn eyðilögðu dómskerfið. Ekki er lengur hægt að treysta dómsvaldinu til þess að kveða upp dóma í samræmi við siðferðið í landinu

Síendurteknir dómar í þá veru að þeir draga úr réttindum og frelsi kvenna leiða til hnignunar. Enda fer kynferðisglæpum fjölgandi og þeir verða síhrottalegri.


mbl.is Vikan lýsir furðu á dómi Hæstaréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki hrifinn af þessum dómi Hæstaréttar. En samt get ég engan veginn verið sammála þér Jakobína, þegar þú segir:"Ekki er lengur hægt að treysta dómsvaldinu til þess að kveða upp dóma í samræmi við siðferðið í landinu".

Dómsvaldinu ber nefnilega alls ekki að taka mið af siðferði í landinu þegar dómar eru kveðnir upp. Dómstólum ber að dæma eftir lögum og engu öðru. Ef við erum ósátt við dóma, þá er við lögin að sakast frekar en sjálfan dómstólinn. Við verðum þá að berjast fyrir því að lögum sé breytt en ekki skjóta dómstólinn í kaf.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 20:01

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er alltaf túlkun á lögunum og "anda þeirra" þáttur í niðurstöðunni. Þess vegna hafa t.d. hæstaréttardómar fordæmisgildi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.3.2009 kl. 20:08

3 identicon

Það er ekki verkefni Hæstaréttar í einkamálum að afla sönnunargagna eða rannsaka "meintan glæp", þvert á móti þurfa aðilar að færa sönnur fyrir máli sínu.

Dómstólum ber að dæma eftir lögum ekki siðferði, stundum hefur Hæstiréttur þó virt lög vettugi og dæmt að því er virðist einungis út frá tilfinningum og siðferði, dæmi um slíkt eru aðskilnaðardómur III (Hrd. 120/1989), öryrkjadómur I (Hrd. 125/2000) og einkadansdómur (Hrd. 542/2002).

Í aðskilnaðardóm III vék Hæstiréttur frá tveimur skýrum fordæmum sem myndast höfðu aðeins örfáum árum áður en umræddur dómur féll, einnig virti dómurinn lög vettugi og dæmdi að því er virðist eftir ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu en slíkt er klárt brot á réttarvenju enda gildir hér sú réttarregla að landsréttur (lög sett af Alþingi) sé æðri þjóðarrétti (alþjóðasamningar o.fl.).

Í öryrkjadóm I komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu lög sem sett voru af Alþingi um tekjutengingu maka væru í bága við stjórnarskrár ákvæði sem er mjög almennt orðað og opi. Í almennu lögfræðinni í HÍ er þessi dómur ásamt dóminum hér að ofan kenndur sem dæmi um hvað menn eigi alls ekki að gera sem dómarar. Einnig er kennt að aðskilnaðardómur III hafi ekkert fordæmisgildi og að sá hluti öryrkjadóms I sem áður er nefndur hafi sennilega ekki fordæmisgildi.

Afhverju hafa þessir dómar ekki fordæmisgildi? Jú, vegna þess að hæstiréttur á að dæma eftir viðurkenndum réttarheimildum, tilfinningar og siðferði eru hinsvegar ekki viðurkenndar réttarheimildir í íslenskum rétti.

Hvað varðar síðan einkadansdóminn þá komst hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í þeim dómi að skerða mætti atvinnuréttindi með lögreglusamþykkt sem ekki hafði stoð í lögum.

Í íslenskum rétti gildir hin svokallaða lex superior regla en samkvæmt henni er stjórnarskráin æðri heimild en lög og lög eru æðri heimild en stjórnvaldsfyrirmæli, lögreglusamþykkt er ein tegund stjórnvaldsfyrirmæla og verður því að eiga stoð í lögum. Þetta hefur Hæstiréttur marg oft staðfest t.d. með framadómnum (Hrd. 239/1987) og stjörnugrísdómnum (Hrd. 15/2000).

En í þessu tilviki ákvað Hæstiréttur að víkja frá langri og skýrri dómvenju, virða almennar lögskýringarreglur vettugi og dæma að því er virðist eftir siðferðiskennd. Að sjálfsögðiu telja margir lögfræðingar þessi dómur hafi ekkert fordæmisgildi enda eru vinnubrögð Hæstaréttar í þessum dómi í besta falli "vafasöm". Þessir dómur skýtur einnig í kaf fullyrðingu þína um að dómsvaldið sé kvenhatri.

Að lokum ætla ég fjalla um það afhverju hæstaréttardómar hafa fordæmisgildi. 

Hæstaréttardómar hafa fordæmisgildi sökum þess að það eykur réttarvissu að dómstólar fylgi sínum eigin fordæmum. Ef Hæstiréttur fylgdi ekki sínum eigin fordæmum þá myndi skapast hér óþolandi réttaróvissa enda miða menn réttarstöðu sína út frá dómum Hæstaréttar.

Þegar Hæstiréttur víkur frá fordæmum sínum þá er hann í rauninni að setja afturvirk lög, enda eins og áður sagði þá miða menn réttarstöðu sína útfrá dómum hæstaréttar líkt og menn gera útfrá lögum.

Einnig skiptir það miklu máli að jafnræði ríki á milli aðila í íslenskum rétti, því er það í raun krafa um jafnræði og samkvæmi að Hæstiréttur fylgi sínum fordæmum. Ef Hæstiréttur dæmir mismunandi í tveimur sambærilegum málum þá myndast ósamkvæmi og jafnræði aðila raskast, slíkt veldur réttaóvissan sem er með öllu óþolandi.

Hæstiréttur Íslands er formlega séð ekki bundinn af eigin fordæmum ólíkt því sem þekkist í engilsaxneskumrétti (common law), hinsvegar reynir Hæstiréttur oftast að fylgja eigin fordæmum af ofangreindum ástæðum.

Á Íslandi eru margar viðurkenndar lögskýringaleiðir, að túlka "anda" laganna er ekki ein þeirra. Textaskýring, almenn lögskýring, þröng lögskýring, rúm lögskýring, innri samræmisskýring, ytri samræmisskýring, markmiðsskýring, gangályktun og lögjöfnun. Allt eru þetta viðurkenndar lögskýringaleiðir.

Þegar þú talar um að túlka "anda" laganna þá ertu væntanlega að tala um markmiðsskýringu en túlkun á lagaákvæðum er stundum notuð þegar mikill vafi er um lagaákvæði, þá skoðar dómstóllinn lögskýringargögn (t.d. greinargerð með frumvarpi) og ályktar út frá þeim hver er "vilji" löggjafans.

Markmiðsskýringu skal þó ekki nota nema þegar að búið er að fara í gegnum almenna lögskýringu og textaskýring, þegar búið er að skoða slíka skýringar of vafi liggur enn á umræddu ákvæði þá fyrst getur dómstóllinn farið að skoða markmiðsskýringu.

Ef þú vilt breyta dómaframkvæmd Hæstaréttar þá verður þú berjast fyrir lagabreytingu, því að líkt og áður sagði þá eiga dómstólar aðeins að dæma eftir lögum. Því legg ég til að þú hættir að skammast út í dómstólana og farir að skammast í þingmönnum í staðinn enda hafa þeir vald til þess að setja lög ólíkt hæstaréttardómurum.

Hafsteinn (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 21:18

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Hafsteinn

Ég þakka þér fyrir þessa ágætu greinargerð. Það er þó barnalegt að álykta sem svo að dómstólar dæmi eftir lagabókstafnum því svigrúm til túlkunar er ávallt til staðar.

Dómsvaldið á Íslandi hefur nýtt sér þetta svigrúm til þess að dæma kerfisbundið mannréttindum í óvil.

Ég get nefnt þetta ákvæði í jafnréttislögum frá 2000:

Hvers kyns mismunun eftir kynferði, hvort heldur bein eða óbein, er óheimil.
Þó teljast sérstakar tímabundnar aðgerðir sem ætlaðar eru til að bæta stöðu kvenna eða karla til að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kynjanna ekki ganga gegn lögum þessum. Þá teljast aðgerðir til að auka möguleika kvenna eða karla sérstaklega til að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kynjanna ekki ganga gegn lögum þessum. Sama á við ef nauðsynlegt telst að ráða annað kynið vegna hlutlægra þátta er tengjast starfinu.
Það telst ekki mismunun að taka sérstakt tillit til kvenna vegna þungunar og barnsburðar.

Enhvernveginn tókst hæstarétti að túlka þetta ákvæði þannig að það væri geðþótta ákvörðun vinnuveitenda hverja þeir ráða til starfa.

Þessi dómur hæstaréttar hefur síðan verið markvisst notaður gegn konum.

Þannig vilja sjálfstæðismenn hafa það. Eru ekki flestir dómarar flokksbundnir sjálfstæðismenn?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.3.2009 kl. 22:03

5 identicon

Eins og greinilega kemur fram í greinargerð minni frá því áðan þá hefur Hæstirétur mikið rétt stundum dæmt að því er virðist ekki eftir lögum heldur eftir einhverju öðru eins og t.d. tilfinningum, siðferði, geðþótta.

Þú hefur greinilega ekki skilið rökfærsluna mína því að með greinargerð minni frá því áðan var ég í raun að færa rök fyrir því að Hæstiréttur ætti ekki að dæma eftir fyrrgreindum atriðum heldur aðeins að dæma eftir lögum. Ef það er barnalegt að álykta sem svo að Hæstarétti beri að dæma eftir lögum þá eru víst flestir lögfræðingar hér á landi og reyndar þó víða væri leitað, barnalegir.

Þú talar um dómaframkvæmd Hæstaréttar í jafnréttislögum, ef þú getur bent á einhvern ákveðinn dóm þ.e. númer eða blaðsíðu tal í dómasafni, þá þætti mér áhugavert að kynna mér hann.

Annars þá veit ég að Hæstiréttur hefur t.d. komist að því að lán til atvinnusköpunar, sem einhverjir "gömlu" bankanna buðu upp á, sem aðeins voru veitt konum en ekki karlmönnum, væru ekki brot á jafnræðisreglunni og lögum um jafnræði. Jákvæð mismunun er mismunun og stenst því ekki jafnræði, því þykir mér slík dómaframkvæmd fáránleg en hún er einmitt afleiðing þess að dómarar séu að dæma eftir tilfinningum þegar þeir eiga í raun að dæma eftir lögum.

Það er ekki rétt að allir Hæstaréttardómarar séu sjálfstæðismenn og það er í raun barnalegt að halda fram svona kenningum um alsherjar samsæri sjálfstæðismanna, slíkt er að minnsta kosti ekki líklegt til að auka trúverðugleika hámenntaðs fólks.

En annars þá er oft talað um að lögfræðingar skiptist í tvo hópa þá sem vilja dæma eftir lögum og fylgja skýrri dómvenju, og svo hinsvegar þá sem vilja túlka "anda" laganna (og þar afleiðandi dæma eftir siðferði og tilfinningum). Fyrr nefndi hópurinn er yfirleitt tengdur við hægri menn og sá síðarnefndi við vinstri menn.

Þú sérð þetta mjög skýrt ef þú skoðar hin ýmsu sératkvæði Jón Steinars Gunnlaugssonar en hann er einmitt einn af helstu talmönnum þess hér á landi að dómstólar fylgi fordæmum sínum og dæmi eftir lögum en ekki siðferði eða einhverju álika.

Hafsteinn (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 22:27

6 identicon

Ef þú vilt kynna þér betur þau sjónarmið að dæma eftir lögum og að dómstólar skuli ávallt fylgja fordæmum þá bendi ég þér á kenningar Antonin Scalia en hann er dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna.

Scalia hefur þá skemmitlegu kenningu að margir dómarar líti á sig sem siðapostula en hann kallar dómara á vesturlöndum einmitt "mullahs of the west" og líkir þeim þannig við islamska klerka.

http://en.wikipedia.org/wiki/Antonin_Scalia

Hafsteinn (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 22:33

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hafsteinn ég held að það sé ótvírætt að það er ekki í anda jafnréttislaganna að vinnuveitendur hafi hentisemi við mannaráðningar en það hafa verið mjög alvarlegir brestir á því að jafnræði gildi við mannaráðningar í stjórnsýslunni og víðar og hefur þetta skapað uppsafanaða vanhæfni í stofnunum (get vitnað í grein Jón Steinssonar þessu til stuðnings). Ég er ekki með númer eða blaðsíðu á takteinum en ég get flett því upp og það getur þú líka.

Það er bull að segja að jákvæð mismunun standist ekki jafnræði því henni er ætlað að vinna gegn ójafnræði.

Þú segir: "það er í raun barnalegt að halda fram svona kenningum um alsherjar samsæri sjálfstæðismanna, slíkt er að minnsta kosti ekki líklegt til að auka trúverðugleika hámenntaðs fólks."

Ég segi: það er ekki til þess að auka á trúverðugleika þinn að segja (eða túlka) að ég hafi sagt það sem fram kemur í þessari setningu. Þú þykist vera maður bókstafsins en gefur þér síðan leyfi til þess að teygja orð mín þangað sem þér sýnist. Ótrúlegt dæmi um skort á rökhæfni.

Ég held þó að það dyljist engum að skipanir í embætti dómara hafa verið mjög vafasamar í mörg ár. Þetta hefur eyðilagt trúverðugleika dómsvaldsins sem er grafalvarlegt mál. Og það gerðu sjálfstæðismenn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.3.2009 kl. 22:51

8 identicon

Ásakanir um skort á rökhæfni koma úr hörðustu átt.

"Þannig vilja sjálfstæðismenn hafa það. Eru ekki flestir dómarar flokksbundnir sjálfstæðismenn?"

Þetta eru þín eigin orð, er það ekki?

Það þarf ekki neitt sérstaklega rúma túlkun til þess að komast þeirri niðurstöðu að með þessum orðum sért þú að gefa í skyn einhvers konar samsæri sjálfstæðismanna.

Jákvæð mismunun er mismunun og getur því varla staðist jafnræði. Það er þversögn í sjálfu sér að segja að mismunun standist jafnræði. Einig hvernig á að vera hægt að vinna gegn ójafnræði ef ríkið er kerfisbundið að mismuna einstaklingum með "jákvæðri" mismunun.

Skoðaðu t.d. reynslu Bandaríkjamanna af jákvæðri mismunun. Þar í landi þurfa háskólar að viss mikið magn af minnihlutahópum og ofan á það bætast 50% kynjakvótar. 

Þegar þessari mismunun var komið á í Bandaríkjunum þá útskrifuðust mun fleiri strákar en stelpur að meðaltali úr High School, þar afleiðandi sóttu mun fleiri strákar um í háskóla. Í dag hefur þetta hinsvegar snúist við og mun fleiri stelpur útskrifast nú úr High School en strákar, þar afleiðandi sækja mun fleiri stelpur um í háskóla.

Hvað gerist þá? Jú Bandarískir háskólar hafa á seinustu árum þurft að neita viss mörgum stelpum um skólasókn til þess að tryggja það að kynjahlutfallið sé 50%.

Jákvæð mismunin er því aldrei sniðug enda er það í eðli sínu aldrei jákvætt að mismuna fólki.

Eins og vitur maður sagði eitt sinn þá helgar tilgangurinn ekki meðalið.

Hvað varðar síðan skipanir dómara þá verður það ávallt deiluefni hvernig best skuli fara að við að skipa þá í embætti. Við förum þá leið að dómsmálaráðherra skipar dómara eftir ráðleggingum frá dómstólaráði (þegar skipa á héraðsdómara) eða Hæstarétti (þegar skipa á hæstaréttardómara).

Aðrar þjóðir eins og t.d. Bandaríkjamenn skipa dómara pólitískt. Þar í landi leggur forsetinn tillögu um skipun fyrir þingið og þingið greiðir síðan atkvæði um tillöguna. Þetta fyrirkomulag hefur verið afskaplega umdeilt enda skiptast demókratar og repúblikanar á því að troða sínum mönnum inn í réttinn.

Það að finna hina réttu leið til þess að skipa hæstaréttardómara getur því verið erfitt enda engin "fullkomin" lausn til.

Að lokum ber að minnast á það að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki eini flokkurinn sem hefur farið með stjórn í dómsmálaráðuneytinu. Það skal enginn segja mér að aðrir flokkar hafi verið eitthvað minna "pólitískir" þegar kom að því að skipa dómara enda er dómsmálaráðherra yfirleitt alþingismaður og þar afleiðandi stjórnmálamaður.

Gott dæmi um nýlega pólítíska skipun í embætta sem Sjálfstæðismenn báru engan veginn ábyrgð á er skipun nýs seðlabankastjóra. Nýji seðlabankastjórinn er virkur meðlimur í norska verkamannaflokknum og hefur í gegnum tíðana gegnt ýmsum ábyrgðarstörfum fyrir þann flokk. Hann er skipaður af flokksystur sinni, Jóhönnu Sigurðardóttur, í embætti þrátt fyrir 20. gr. stjórnarskrárinnar sem bannar skipun erlendra ríkisborgara í embætti.

Hver var afsökun Jóhönnu? Jú hún breytti víst starfsmannalögunum örlítið og að sjálfsögðu eru lög sem vinstri menn setja æðri stjórnarskránni, eða er það ekki annars?

Best fannst mér samt að Sigurður Líndal var fljótur að gagnrýna þessa skipun, en hann taldi góðar líkur á því að skipunin væri stjórnarskrárbrot. Hvað er svona frábært við það? Jú hann Sigurður Líndal verður nefnilega seint kallaður sjálfstæðismaður.

Hafsteinn (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 23:53

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hafsteinn þú ferð um víðan völl sem er nokkuð klént í rökræðum. Hvað Jóhanna Sigurðar gerir kemur málinu ekkert við en auk þess það hef ég ekkert sérstakt álit á embættisveitingum hennar og dettur ekki í hug að verja þær.

Það er búið að eyðileggja trúverðugleika dómsvaldsins og það er alvarlegt mál. Það voru sjálfstæðismenn sem eyðilögðu dómskerfið í hroka sínum. Það sem verra er er að dómsvaldið gengur markvisst og kerfisbundið gegn mannréttindum. Og það er skömm. Skömm sjálfstæðisflokksins er að þeir tóku nútímalegt og velmegandi ríki og breyttu því í vanþróað samfélag sem virðir ekki rétt einstaklinga.

Ég efast um að það sé til verra fyrirkomulag á skipun dómara heldur en hér á landi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.3.2009 kl. 00:16

10 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Hafsteinn, finnst þér í lagi að skilyrði fyrir því að geta orðið hæstarréttardómari á Íslandi sé skírteini að Sjálfstæðisflokknum?

Sigurður Líndal er og hefur alltaf verið hliðhollur valdinu og valdið hefur verið Sjálfstæðisflokkurinn.  Þetta vita allir.

Auðvitað eru þetta erfiðir tímar fyrir ykkur Sjallana, þegar farið er að skipa í embætti fólk sem EKKI er í FLOKKNUM YKKAR. 

Margrét Sigurðardóttir, 8.3.2009 kl. 08:27

11 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Allir hæstarréttardómarar á Íslandi eru félagar í Sjálfstæðisflokknum fyrir utan einn en það er Hjördís Hákonardóttir. Og við munum það mörg hvað var að gerast þegar hún sótti um og Björn Bjarnason gekk fram hjá henni trekk í trekk.

Það endaði með því að hún hóf málssókn gegn ráðherra sem þá gaf sig á þann háttinn þó að hann fór í felur (í vikur frí) og Árni Matthiesen tók við og setti Hjördísi í embætti. Minnir þetta á eitthvað annað?

Margrét Sigurðardóttir, 8.3.2009 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband