Frelsið brást ekki segir einhver hálfviti í Kastljósinu

Hvað skeði? Jú menn notuðu frelsið til þess að ræna þjóðina sem var varnarlaus í umhverfi þar sem allt var leyfilegt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Haraldsson

Mér finnst fyrirsögnin á bloggfærslunni þinni segja meira um þig en manneskjuna í Kastljósinu, enn meira undrandi varð ég þegar ég sá i umsögninni um þig að þú ert hámenntuð kona, sem ætla mætti að tjáði sig af meiri yfirvegun.

Þórður Haraldsson, 6.3.2009 kl. 20:28

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þórður ég er alveg sammála þér auðvitað á ég ekki að kalla neinn hálvita en hámenntað fólk má hefur nú einu sinni málfrelsi rétt eins og annað fólk og getur rokið upp í nef sér. Ég er eftir sem áður þess sinnis að hálfviti sé vægt til orða tekið um þann sem heldur því fram að frelsið hafi ekki brugðist. Hvernig getur frelsi brugðist eða ekki brugðist. Frelsi er bara frelsi. Það er misnotkun á þessu orði að kalla það sem hér var við lýði frelsi. Og ekki var það gott hvað sem það nú var, þessi últra kapitalismi og oligoarchy.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.3.2009 kl. 21:46

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og hér er annar til að ganga fram af Þórði Haraldssyni. Ég fylgdist með þessum þætti í Kastljósinu og er sama sinnis og Jakobína Ingunn. Þeir sem ennþá berja höfðinu við steininn og segja að kerfið hafi ekki brugðist mega bara þola umbúðalaust álit fólksins og lýsingarorð við hæfi. Öllum ætti nú að vera ljóst að einmitt kerfið brást í öllu því sem á reyndi. Blátt áfram öllu.

Pólitík græðginnar er pólitík dauðans. Og málið er ekki flóknara en það.

Árni Gunnarsson, 6.3.2009 kl. 21:49

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Frelsi fylgir ábyrgð. Því hafa menn gleymt. Þetta kastljósviðtal var svo ömurlegt að ég næstum sofnaði yfir því, eina hugsunin sem hélt mér vakandi var undrun mín á að kastljós skyldi fá þessa einstaklinga í viðtal.

Arinbjörn Kúld, 6.3.2009 kl. 22:40

5 identicon

Rett hja ther Arinbjörn. Frelsi fylgir abyrgd. Spurningin er hvort kjosendur hafi latid ser fatt um finnast, "allt gengur svo vel" altså braud og leikir til handa skrilnum. Gagnvart folki i ödrum löndum sem hefur tapad sinu vegna sukks örfarra manna, verd eg ad segja ad vid sem kusum, framseldum valdid til sukkarana og verdum thvi ad bita i thad sura epli sem heitir skuldahaf. Eg held ad vid höfum enntha möguleika a ad bæta mannord okkar gagnvart umheiminum. Tel ad allra allra mikilvægast se ad:

1. Vidurkenna ad vorum uti ad aka med framkvæmda- dóms- og löggjafarvaldi.

2. Vidurkenna ad vid keyrdum utaf.

3. Vidurkenna ad vid vorum a skuldafylliri og ad vid mistum medvitund adur en keyrt var utaf. Vitum thessvegna ekki alveg hver ok rútunni.

4. Fengum öflugan heilahristing vid utafaksturinn.

5. Seum ad ranka vid okkur a gjörgæslu.

6. Ætlum ad finna tha sem keyrdu rutuna og skömtudu okkur skuldabús undervejs.

7. lofum, synum og sannfærum tjónthola um ad vid munum bua svo um bögglana ad thetta geti aldrei gerst aftur.

8. Stofnum Lydveldid Island 2, semjum upp a nytt um vexti og afborganir. (Erlendir bankar munu væntanlega trua okkur betur eftir uppgjörid).

9. Endurnyjum ekki õkuskyrteini (vegabref) ôkunydinganna og leyfum theim ad vera flóttamenn fra Islandi a Islandi2 thar sem their reyna sig a skakkkeyrdum Islenskum sósjal.

The outlaw (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband