Já ég keypti pizzu í kvöld. Strákurinn minn vildi að við gerðum okkur dagamun eftir að auglýsing barst frá Wilsons Pizzu sem bauð tvær fyrir eina af matseðli á 1390 ef ég man rétt ef keyptar eru brauðstangir og gos.
Já og pabbinn fór og keypti tvo hálfmána sem eru á umræddum matseðli en þurfti að greiða fullt verð fyrir. Rukkað var 3.300 fyrir tilboðið sem var upp á 1390.
Eins og sumir bloggvinir mínir hafa tekið eftir þá er ég ekki hrifin af monkey business þannig að ég fór til Wilsons og bað um leiðréttingu. Það stendur jú í auglýsingunni að tilboðið eigi við pízzurnar á matseðlinum.
Ungur drengur sem afgreiddi tjáði mér þá að þessi pizza væri ekki pízza vegna þess að hún er brotin saman. Ha sagði ég pizzur eru allstaðar pizzur hvort sem þær eru brotnar saman eða ekki. (ég hef verið útlöndum þannig að ég veit þetta)
Drengurinn var ákveðinn í þessu og sagði að hann væri búinn að skilgreina það að svona pizza væri ekki pizza (það kemur ekki fram í auglýsingunni).
Ég sagði við hann að ég gæti nú líka skilgreint mig sem tvítuga en ég yrði ekki tvítug fyrir það.
Þá sagði drengurinn við skulum nú ekki fara með þetta "niður á þetta plan" (hans skilgreining á ummælum mínum). Ég tjáði honum þá að ég ákveði á hvaða plani ég tala.
Ef þú ætlar að hafa það svoleiðis þá getur þú bara farið út sagði drengurinn (sem segist vera eigandi staðarins) og auðvitað fór ég.
Í þessum einu viðskiptum mætti ég:
Óheiðarleika
Dónaskap
Okri
Og anda nýfrjálshyggjunar þar sem businessmaðurinn hefur alltaf rétt fyrir sér (hvernig á hann annars að græða sem mest þangað til allt springur framan í hann).
Wilsons pizza er því komin á lista með Iceland Express yfir fyrirtæki sem ég skipti ekki við.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.3.2009 kl. 01:50 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjá Greifanum á Akureyri heita þessar pizzur "Galzone" ef ég man rétt. Þeir skilgreina þetta sem hálfmánapizzur. Þessi dúddi á Wilson er greinilega að "skilgreina" sig af markaðinum. Tunglið er tunglið hvort sem það er hálft, kvart eða fullt.
Arinbjörn Kúld, 6.3.2009 kl. 22:46
Já þetta var skrítið. Hver vill kaupa dónaskap og óheiðarleika?
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.3.2009 kl. 22:57
Fyrirgefðu Jakobína að ég spyr, gerist aldrei neitt gleðilegt í þínu lífi? Bara það að panta sér pizzu verður að vandamáli hjá þér. Flestar ef ekki allar þínar færslur eru neikvæðar. Þetta kalla ég að leita uppi allt það neikvæða í lífinu.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 6.3.2009 kl. 23:00
Sólveig mín. Ég er mjög jákvæð manneskja en mér er mikið í nöp við frjálshyggjuna og það siðleysi sem henni fylgir. Það er ekki neikvæðni að láta ekki vaða yfir sig á skítugum skónum. Það gleðilega í lífi mínu vil ég ekki blanda saman við spillinguna sem ég er að skrifa um á þessu bloggi.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.3.2009 kl. 23:09
Sólveig: Svona án þess að ég ætti í raun að vera að svara þessari glósu, þá sé ég ekki betur en Jakobína hafi alveg rétt fyrir sér um að hér er verið að blekkja og okra á auðvirðilegan hátt. Er þetta kannski einhver tengdur, sem rekur kompaníið.? Í öðru lagi, þá las ég í gengum bloggið þitt og et ekki séð annað en að það sé 99% neikvætt, enda er það kannski skiljanlegt, þar sem fátt jákvætt er á seyði í samfélaginu.
Það er svo sem allt í lagi að láta sem allt sé dandý og skrifa krúttfærslu með glittermyndum á meðan það er verið að ganga frá þjóðinni. Það þýðir samt ekki að vandamálin, sem að okkur steðja hverfi.
Áfram Jakobína!
Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2009 kl. 23:10
Já og svo vil ég benda á að athugasemd þín er í öllu tilliti neikvæð og dónaleg og úr glerhúsi send. Viljir þú verða postuli jákvæðni, þá bendi ég þér vinsamlega á að breyta um taktík.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2009 kl. 23:13
Tek það fram að Jón Steinar er að tala við Sólveigu en ekki mig
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.3.2009 kl. 23:16
Bíbí, ég get bara tekið undir með Jóni Ragnari. Maður á ekki að láta svona yfir sig ganga og endilega að segja frá því.
Rut Sumarliðadóttir, 6.3.2009 kl. 23:20
Já, hvað er þetta kallað, viðskiptasóðaskapur er það ekki?
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.3.2009 kl. 23:27
Ef fólk vill lesa um bjartsýni og gleði, vil ég benda á mitt blogg og reisubokkristinar nöfnu minnar.
En ég vil endilega koma með mína skoðun á þessu máli. ÞVí ég er svo sammála Jakobínu, ef búið er að auglýsa ákveðið verð, á það að standa samkvæmt skilgreiningu frá neytendafélaginu. Ég hefði líklega einnig brugðist við með sama hætti og þú en skammast fram í rauðan ...
Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 6.3.2009 kl. 23:48
Rétt skal vera rétt, það er oft svona tilboðasvindl í gangi í mörgum fyrirtækjum.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.3.2009 kl. 23:53
Takk fyrir Jakobína, ég mun ekki skipta við þetta fyrirtæki. Látum vita af svona.
Margrét Sigurðardóttir, 7.3.2009 kl. 00:15
Þar var ég heppinn að eiga þig sem bloggvinkonu. Ég hafði einmitt fest augastað á tilboðinu en nú hefur mér snúist hugur að versla við staðinn.
Hilmar Gunnlaugsson, 7.3.2009 kl. 00:31
Alltaf til í að liðsinna fólki við val á pizzu Hilmar
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.3.2009 kl. 00:33
Er þessi Sólveig oft á hælunum á þér, Jakobína? Varast Wilson hér eftir :)
Hlédís, 7.3.2009 kl. 01:06
Hún hefur reynt áður en er ekki sérlega samkvæm í málflutningi
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.3.2009 kl. 01:10
Pizzu-kaup er eitthvað sem er upplagt að spara í kreppu. Baka pizzuna sína sjálf, Jakobína.
Kannski misskil ég tilgang þinn með blogginu en mér finnst að heiti síðunnar Kreppa gefi nokkuð góðar vísbendingar um það til hvers síðan var stofnuð.
Stofnaði ekki dr. Gunni sérstaka síðu til að vekja neytendur til umhugsunar um vöruverð. Ef þú ert komin í flokk með dr. Gunna þá ertu vel í sveit sett.
Fyrir þá sem vilja hafa það "gaman" öllum stundum þá vísa ég fólki á Sjálfstæðisflokkinn: Einn forsvarsmanna þeirra sagði í tilefni kreppunnar að það "væru skemmtilegir tímar fram undan". Við hin minnumst skemmtilegra tíma sem um stund eru liðnir.
Helga (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 01:50
Já Helga og þá getur líka viðkomandi farið að grilla pítsurnar sínar
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.3.2009 kl. 01:54
Hvers vegna borgaði "pabbinn" 3300 fyrir pitsu sem átti að selja á 1390? Verslaðu næst sjálf og leyfðu pabbanum að kljást við viðráðanlegri verkefni...
Í kommúnistaríki geta menn verið dónalegir og haldið áfram að vera í viðskiptum. Þeir sem hafa haft þá "ánægju" að búa í Sovétríkjunum vita það. Þakkaðu fyrir að þú hefur val og neyðist ekki til að standa allan daginn í biðröð upp á von og óvon um að geta keupt eitthvað drasl hjá dónum. Þar sem sönn frjálshyggja ríkir fara svona dónar fljótt á hausinn.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
Hörður Þórðarson, 7.3.2009 kl. 09:19
Ég sagði við hann að ég gæti nú líka skilgreint mig sem tvítuga en ég yrði ekki tvítug fyrir það.
Ég ætla hinvegar að skilgreina þig tvítuga og tel mig geta rökstutt það. Ég hef séð þig í sjónvarpi og lesið pistla þína. Ég get því fullyrt að þú sért orðin tvítug og það verður aldrei tekið af þér. Ef þú hinsvegar ert ekki orðin tvítug þá verð ég að segja að mér finnst þú vera bráðþroska unglingur.
Pizza er alltaf pizza hvort sem hún er sneydd brotin saman eða heil. Það verður heldur ekki tekið af henni.
Offari, 7.3.2009 kl. 09:28
Láttu Dr.Gunna vita af þessu.
Löngu tímabært að taka á helv... krimmunum sem stunda viðskipti og láta sem flesta vita.
http://okursidan.blogspot.com/
Bestu kveðjur
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 10:22
Það er ábyggilega vegna þess að þetta er tiltölulega nýr staður.
Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 7.3.2009 kl. 11:34
Ótrúlegur dónaskapur og ég myndi líka hætta að versla þarna ef ég mætti svona framkmu...
TARA, 7.3.2009 kl. 11:49
Ég þakka ágætum bloggvinum stuðninginn. Við Íslendingar þurfum að vakna upp og snúa baki við fyrirtækjum sem reyna með brögðum að kreista fjármuni út úr fólki umfram það sem auglýst er.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.3.2009 kl. 12:49
Skil ekki svo viðskipti. Viðskiptavinur er númer 1
Jón Hreggviðsson, 7.3.2009 kl. 12:52
Nei þarna hefur þú rangt fyrir þér Calzone eða háflmáni er ekki pizza annars héti það ekki calzone. Á ítalíu eru þeir seldir í samlokustræðum og eru vinsæll skyndibiti þar sem það er auðvelt að borða þá á ferðinni.
Aftur á móti er calzone og pizzur búnar til úr sama deginu, oft notað sama álegg, sérstaklega á vesturlöndum þar sem er búið að hanna þá betur að vestrænum smekk.
Bjöggi (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 18:51
Bjöggi minn ég vona að þér gangi vel í vinnuni. Ég hef keypt Pitsur í mörgum löndum Evrópu og á Ítalíu líka. Calzone er á pítzamatseðlinum og lítur sömu lögmálum.
Pítsur eru víða seldar í sneiðum og heita þá gjarnan sínum pítsanöfnum eins og t.d. Margaríta o.s.frv og halda áfram að vera pítsur.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.3.2009 kl. 20:09
Vá, hefur þú farið til útlanda? Ég líka, og ég borðaði líka á veitingahúsi, meira að segja nokkrum ítölskum með michelin stjörnu
Í vinunni? Ég er í skóla ekki vinnu. Ef ég fengi vinnu þá væri ég að vinna!
Calsone er ekki pizza frekar en focaccia. Focaccia er t.d. alveg eins og pizza út á ítalíu nema það er notað meira af olíum og kryddi. Ítölum sem er annt um authentic ítalska matagerðalist myndu aldrei samþykja það að Calsone, focaccia eða pizza séu það sama.
Ítalskar kokkabækur gera mun á pizzauppskriftum og calsoneuppskriftum.
Það er ýmis samtök áhugamanna um matagerðalist á Ítalíu sem hafa verið að reyna verja það sem er kallað authentic ítölsk matagerðalist. Meðal annars er pizzan stórt mál, ekki síst vegna hversu frjálslega hefur verið farið með uppskriftir og nöfn sem menn gefa ítölskum mat allstaðar fyrir utan ítalíu, þá aðallega til markaðssetningar.
Sjálfur er ég mikill áhugamaður um ítalska matagerðalist, þekki fjöldann allan af ítölskum kokkum sem hafa kennt mér muninn á pizzu, focaccio, calsone, panzerotte og fleira og fleira. Allt er þetta bökur sem eru búnar til úr pizzadegi og svipuð álegg eru notðu og sum eru lögð saman eins og hálfmánar og sum ekki, mismunandi er hvort það eru notaðar olíur og krydd eða "pizzasósur". Ítalir, sem ég ætla að gefa skilgreiningavaldið, myndu ekki segja að þetta væru sömu hlutirnir.
Skemmtilegt að þú skildir minnast á margarita, það er t.d. pizzuuppskrift sem ítalir hafa barist fyrir að sé ekki breytt í meðförum útlendinga og hefur tekist ágætlega til.
Bjöggi (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 20:31
Ég hef nú reyndar borðað pizzu í fjöldan allan af löndum í þremur heimsálfum og fjöldan allan af veitingahúsum í Evrópu. Reyndar er einn helsta ástæða ferðalaga minna að borða mat og fara á fín veitingahús, eða önnur sem eru sérstök eða þjóðleg.
Bjöggi (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 20:40
Það fer ekkert á milli mála að þú er mikill sérfræðingur um pitsur en það sem ég keypti hjá Wilsons var pitsa sem búið var að brjóta saman rétt eins og að kaka er kaka þótt búið sé að brjóta hana saman. Þú segir "Allt er þetta bökur sem eru búnar til úr pizzadegi".
Ég gleðst yfir því að þú hefur líka komið til útlanda og vona að nýfrjálshyggjan hafi ekki steypt þér í skuldir þannig að þú megir áfram njóta þess að sinna áhugamálum þínum.
Á pitsastöðum eru samanbrotnar pítsur á matseðli með pítsum og lúta sömu lögmálum, t.d. hvað varðar verð.
Dónaskapur verður heldur ekki afsakaður með því að pítsa sé ekki pítsa
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.3.2009 kl. 20:49
Þetta er kannski rétt hjá þér. Íslendingar eru svo miklir þursar þegar kemur að mat.
Nei nýfrjálshyggjan hefur ekki steypt mér í skuldir, enda er ég búin að vera í skóla stærstan hluta af minni ævi. Hef verið duglegur að vinna síðan ég var mjög ungur og duglegur að safna mér peningum. Eiginlega allt sem ég hef átt í gegnum ævina hef ég keypt fyrir peninga sem ég hef aflað mér, oftast í erfiðri vinnu með skóla. Í dag á ég eiginlega ekkert, enda er ég jafn duglegur að eyða peningunum og ég afla þeirra. Mér hefur líka alltaf verið illa við lán og hef aðeins einu sinni fengið yfirdrátt, en það var til að bjarga mér í útlöndum þar sem greiðsla sem ég átti von á tafðist. Þótt ég sé duglegur að eyða er ég líka snjall að eyða peningum, ég hef alltaf fengið mikið fyrir peningana mína, nema þegar ég fer á mjög fín veitingahús.
Samt sem áður er krónan orðin svo veik að ég held að ég fari ekki til útlanda þetta árið(jafnvel næstu árin). Er að hugsa um að endurnýja hluti eins og tölvuna mína og spariskó í staðinn. Það er kannski hægt að kenna nýfrjálshyggjunni um það.
Bjöggi (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 21:02
Fyndið að kenna „nýfrjálshyggjunni“ um lélega og dónalega þjónustu á pizzastöðum. Næst heyrir maður að hún sé útskýringin á krabbameini, hvítblæði og gráum rigningardögum.
Þórarinn Sigurðsson, 8.3.2009 kl. 09:59
Haha, góður punktur Þórarinn.
Nei annars, það er sjálfstæðisflokknum og nýfrjálshyggjunni að kenna, svona eins og öllu öðru.
Bjöggi (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 14:51
Sjaldan er ein baran stök. Hroki stafar af sidblindu og sidblindir eiga erfitt med ad fylgja reglum samfelagsins. Sendu a neytendasamtökin, matvælaeftirlitid og kanski skattinn a hann wilson. Reikna med ad hann standi fyrir falli ef thessir heimsækja hann.
The outlaw (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 17:10
Strákar mínir algjör siðblinda og vitfirring hefur tekið bólfestu í viðskiptalífinu í stjórnatíð sjálfstæðisflokks sem stýrt hefur hér í anda einhverskonar nýfrjálshyggju.
Afleiðingarnar eru að flest fyrirtæki eru að fara á hausinn, atvinnulífið í molum, fólk að missa heimili sín, Bjöggi kemst ekki til útlanda að borða calzone o.s.frv.
Algjör firra og undarlegt að til skuli vera Íslendingar sem sjá sér fært að verja þetta og vera með útúrsnúninga.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.3.2009 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.