Viljum við borga skuldir Björgólfs Thors?

Það virðist vera óbilandi vilji yfirvalda að láta okkur borga skuldir Björgólfs Thors.

Hvers vegna er allt þaggað niður sem varðar Landsbankann/Icesave?

Á RUV segir að: Að minnsta kosti átján félög tengd Björgólfi Thor Björgólfssyni hafa verið stofnuð í Lúxemborg á undanförnum árum. Félögin tengjast eða eru stofnuð af félögum skráðum í skattaskjólum víða um heim.

Hvers vegna skáldaði Björgólfur upp skýringum á samskiptum sínum við breska fjármálaeftirlitið?

Hvers vegna sögðu stjórnendur Landsbankans við nefnd í viðskiptráðuneytinu að bankinn væri búin að kaup tryggingar á frjálsum markaði sem ábyrgðust innistæður erlendra fagfjárfesta? (þetta gerðist árið 2007)

Hvers vegna bað viðskiptaráðuneytið ekki um staðfestingu?

Er tengdasonur Björns Bjarnasonar er náinn samstarfsmaður Björgólfs Thors?

Skiptir það máli?

Hvað er verið að fela með sölu Kaupþings í Lúxemburg?

Á Ruv segir einnig:

Marga þræði í þessu neti má rekja í Lúxemborg þar sem að minnsta kosti 18 félög tengd Björgólfi Thor hafa verið stofnuð og skráð í Kaupþingi og Landsbankanum. Þessi félög í Lúx hafa verið stofnuð af eða tengjast félögum skráðum á Bresku Jómfrúreyjum, Cayman-eyjum, Kýpur, Gíbraltar, Frakklandi, Tékklandi, Íslandi og bandaríska fylkinu Delaware.

Að minnsta kosti tvö Novator-félög, skráð á Íslandi hafa stofnað félög í Lúxemborg. Annað Lúx-félag tengt Novator er Bell Global, skráð hjá Landsbankanum. Í fyrra val hlutafé þess 1,5 milljónir evra. Það félag er næst stærsti kröfuhafi Hansa, eignarhaldsfélags West Ham, sem Björgólfur Guðmundsson, faðir Björgólfs Thors á. Þetta er dæmi um hvernig eignir feðganna fléttast saman.

Sem dæmi  um félagafléttu Björgólfs Thors í Luxemborg má taka Novator Finance Bulgaria sem var stofnað í maí 2005 í Lúxemborg, á heimilisfangi Kaupþings þar. Stofnandinn var Novator One, félag skráð á Cayman-eyjum.  Um haustið er hlutaféð aukið með því að Valhamar, félag skráð á Tortólu, leggur heilt félag inn. Það félag heitir Yalop, skráð á Gíbraltar. Í desember 2007 eykur Valhamar aftur hlutaféð, nú með því að leggja inn Valaud, franskt félag. Nokkrum dögum síðar er Lúx-félagið leyst upp og Valhamar á Tortólu eignast allt fé í félaginu, 61,5 milljónir evra.

Þetta dæmi er óvenjuflókið - en heldur alls ekkert einsdæmi. Þetta fyrirkomulag er heldur engin íslensk uppfinning. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félag er "lagt inn"  og annað er "leyst upp".

Sennilega gert þannig að ein borðskúffan er tekin úr borðinu að fullu; önnur opnuð til hálfs og síðan innihald þeirrar  fyrri sturtað ofan í. Svo lokað.

Þetta eru hreinir snillingar Jakóbína.

En þetta er mikið "furðuverk" samt.

Húrra.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 14:07

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Saksóknaranum sem Björn Bjarnason réði til starfans? Þessum sem situr og bíður eftir gögnum?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.3.2009 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband