Dularfull framvinda mála

Hvers vegna eru Landsbankinn og Glitnir ekki rannsakaðir?419673A

Hvers vegna hafa bankar undanþágu? Er eðlilegt að sömu reglur gildi ekki um öll félög? Er eðlilegt að minni hluthafar séu ekki varðir í lögunum?

"104. gr. Hlutafélagi er hvorki heimilt að veita hluthöfum, stjórnarmönnum eða framkvæmdastjórum félagsins eða móðurfélags þess lán né setja tryggingu fyrir þá. Félagi er einnig óheimilt að veita þeim lán eða setja fyrir þann tryggingu sem giftur er eða í óvígðri sambúð með aðila skv. 1. málsl. eða er skyldur honum að feðgatali eða niðja ellegar stendur hlutaðeigandi að öðru leyti sérstaklega nærri. Ákvæði þessarar málsgreinar taka þó ekki til venjulegra viðskiptalána.
Hlutafélag má ekki veita lán til að fjármagna kaup á hlutum í félaginu eða móðurfélagi þess hvort heldur móðurfélagið er hlutafélag eða einkahlutafélag. Hlutafélag má heldur ekki leggja fram fé né setja tryggingu í tengslum við slík kaup. [Ákvæði 1.–2. málsl. eiga þó ekki við um kaup starfsmanna félagsins eða tengds félags á hlutum eða kaup á hlutum fyrir þá. Gætt skal ákvæða 99. gr.]1)
Trygging félagsins, sem sett er fyrir áðurnefnda aðila í bága við ákvæði 1. og 2. mgr., er þó bindandi sssnema viðsemjandi hafi vitað eða mátt vita að tryggingin hafi verið sett andstætt þessum ákvæðum.
Ef félagið hefur innt af hendi greiðslur í tengslum við ráðstafanir sem eru andstæðar 1. og 2. mgr. skal endurgreiða þær með dráttarvöxtum.
Ef ekki er unnt að endurgreiða féð eða afturkalla tryggingu eru þeir sem gerðu eða framkvæmdu síðar ráðstafanir skv. 1. og 2. mgr. ábyrgir fyrir tapi félagsins.
Ákvæði 1. og 2. mgr. eiga ekki við um lán eða framlag til móðurfélags og tryggingu fyrir skuldbindingum móðurfélags.
Ákvæðum 1. og 2. mgr. verður ekki beitt um innlánsstofnanir eða aðrar fjármálastofnanir.
Í gerðabók félagsstjórnar skal getið sérhvers láns, framlags og tryggingar samkvæmt þessari grein.
"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Þú er greinilega nauðsynleg á blogginu til að upplýsa okkur um ýmislegt sem liggur ekki beint fyrir okkur. 

Það er mikil skítalykt af þessum bankamálum öllum og ég er alveg viss um að hægt sé að ganga á þessa menn og stinga þeim inn fyrir feikna lögbrot.

Takk fyrir upplýsingarnar.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 7.3.2009 kl. 14:30

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

þakkaðu líka Arinbjörn Kúld hann dró upp þessi lög

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.3.2009 kl. 14:36

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Mér sýnist að eftirfarandi málsgrein í þessari lagagrein geri þessa gerninga löglega: Ákvæðum 1. og 2. mgr. verður ekki beitt um innlánsstofnanir eða aðrar fjármálastofnanir.

Hins vegar á ég eftir að skoða lög um fjármálafyrirtæki, kannski er eitthvað í þeim sem banna slíka gerninga í þessum mæli.

Arinbjörn Kúld, 7.3.2009 kl. 15:10

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hver ætli hafi sett inn þessa undanþágu?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.3.2009 kl. 17:13

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Lögin eru frá 1995

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.3.2009 kl. 17:17

6 identicon

Hræddur um ad thessi lög gildi bara obreytta og tha sem ekki hafa skrad sig i flokkinn fyrir arid 1993.

The outlaw (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband