Stjórnmálamenn gæti sín

Ég hef heyrt fólk kvarta yfir fréttaflutningi undanfarið. Á yfirborðinu virðist fólk vera að róast en það er grunnt á vantraustið. Stjórnmálamenn eru nú að vinna í áróðri fyrir kosningar og er markmið þeirra að fá fólk til þess að gleyma glæpsamlegu framferði þeirra undanfarin ár.

En almenningur er vakandi. Almenningur fær áminningu inn um bréfalúguna reglulega um glæpi valdhafanna. Verðið á bensínlítranum minnir fólk á verðsamráð. Stórverslanirnar eru áminning um einokun. Meira gólfpláss í verslunum áminning um bága stöðu.

Leynd hvílir yfir aðgerðum sem framundan eru og eru óumflýjanlegar. Skattahækkanir, niðurskurður í heilbrigðismálum, niðurskurður í skólum, atvinnuleysi og væntanleg fjárþurrð hjá atvinnuleysistryggingasjóði fær litla umfjöllun en þetta er afrakstur stjórnartíðar sjálfstæðisflokks, framsóknar og samfylkingar.

ESB neyddi þjóðina til þess að taka á sig skuldbindingar Björgólfs Thors með því að stöðva innstreymi gjaldeyris í landið og koma í veg fyrir að þjóðir veittu aðstoð í neyð sem skapaðist í haust. ESB héld þjóðinni í gíslingu þar til hún undirritaði nauðarsamninga.

Þetta var í boði sjálfstæðisflokks, framsóknar og samfylkingar.

Þjóðin mun ekki sætta sig við áframhaldandi trakteringar af þessu tagi.

Þeir sem eru í stjórnmálum og standa ekki með þjóðinni ætta að finna sér annað starf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband