Æi hver treystir sjálfstæðisflokknum....

....fyrir þeim verkefnum sem framundan eru....verða þeir ekki of uppteknir við að reyna að redda olíufélögunum sínum, flugfélögunum sínum o.s.frv. til þess að skilja erfiðleika almennings.

Árið 2010 verður hallalaust samkvæmt kröfu AGS. Það þýðir að skera þarf niður 200 milljarða á næsta ári hjá ríkinu. Til þess að skilja þessa stærðargráðu er vert að benda á að heildarútgjöld ríkisins á þessu ári eru um 550 milljarðar.

Gerð fjárlaga fyrir árið 2010 verður blóðugt verkefni og ég vil að ekki séu neinir vitleysingar að takast á við það.

Ég treysti ekki sjálfstæðismönnum fyrir þessu verkefni.

Sjálfstæðismönnum sem hafa sýnt að þeir virða ekki mannréttindi

Sjálfstæðismönnum sem hafa sýnt að þeir hugsa fyrst og fremst um sína nánustu og láta sig lítt varða velferð almennings.

Sjálfstæðismönnum sem eru sekir um að hafa skapað það ástand sem kallaði þennan niðurskurð yfir þjóðina

Sjálfstæðismönnum sem hylma yfir glæpamönnum

Sjálfstæðismönnum sem ávallt hafa tekið þátt í stjórnmálum til þess að tryggja eigin hag en ekki þjóðarinnar

Sjálfstæðismönnum sem hafa tryggt sem forréttindaklíku á undanförnum áratugum

Sjálfstæðismönnum sem eru á móti lýðræði

Er sjálfstæðisflokkurinn blóðugur upp að öxlum í Landsbankasukkinu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég treysti þeim ekki lengur, ég gerði það allt of lengi.   Ég mun aldrei kjósa þá aftur ég lofa því.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.3.2009 kl. 01:11

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Mikið er ég fegin Kolbrún. Vona að margir fylgi þér í góðri dómgreind.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.3.2009 kl. 01:33

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Jamm, það á víst að skera helling niður í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Vona að fólk átti sig á því áður en það velur x-inu stað í kosningunum sem eru framundan Ég vona að fólk hlusti líka vandlega eftir því hvað á að gera í sambandi við þá sem stungu af með þjóðararðinn úr landi og settu þjóðina ofan í það skuldafen sem við erum að sogast ofan í núna. Ég vona að allir hlusti vel og vandlega eftir raunhæfum aðgerðum til bjargar heimilum og atvinnulífi. Ég vona líka að fólk krefjist breytinga og kjósi engan sem áttar sig ekki á því að það þarf að grípa til raunhæfra aðgerða til varnar lýðræðinu í landinu.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.3.2009 kl. 02:39

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Er ekki borgarahreyfingin málið?

Arinbjörn Kúld, 8.3.2009 kl. 11:23

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Veit ekki hvað er málið eins og er lýst mér betur á VG

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.3.2009 kl. 15:20

6 identicon

Vildi helst ad yfirsögnin væri " Æi hver treystir politikusum...."

Margur verdur alki af völdum einum saman. Kanski vid ættum ad stofna NyVog fyrir stjornsyslubyttur og bara kjosa tha sem hafa farid i medferd og mæta reglulega

A Althingisfundi

The outlaw (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband