Ofurlaunafjölskyldurnar

þær voru ekki 30. Þær voru 615 samkvæmt tölum sem Stefán Ólafsson Prófessor hefur tjáð almenningi. Þessar 615 fjölskyldur höfðu meiri árstekjur en sem nemur öllum ríkisútgjöldum til heilbrigðismála ogk1201380 háskóla á síðasta ári. Það er kannski grátbroslegt að yfirmaður menntamála, menntamálaráðherra sjálfstæðisflokks, skuli hafa tilheyrt einni af þessum fjölskyldum.

Laun þessa fólks jókst bara með hverju árinu sem leið á meðan laun annarra í þjóðfélgaginu drógust saman um 20%.

Þeir sem höfðu fjármagnstekjur þurftu eingöngu að greiða 10% í skatt af sínum tekjum. Þetta fólk er þó hvað drýgst við að notfæra sér það sem skattabyrði almennings stendur undir s.s. flugvelli, keyrir um á þyngstu bílunum og mengar mest.

Þegar hrunið varð í haust var bent á 33 einstaklinga en þeir eru mun fleiri sem keyrt hafa þessa þjóð á kaf. Það er sorglegt að sumir þeirra telja sig þess umkomna að stýra þjóðarbúinu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á valdaferli sínum markvisst stuðlað að mismunun í samfélaginu. Árið 1993 voru 10% þjóðarinnar (þeir ríkustu) með 19% tekna en 40% árið 2007.

k0383865Carlos Ferrer segir frá því að í auglýsingabransanum sé góð von um verkefni í kreppu. Mikið er að gera hjá auglýsendum við að aðstoða stjórnmálamenn við að blekkja þjóðina. Stjórnmálamenn sem hafa verið til lítils gagns hvort sem er í velmegun eða kreppu vilja halda völdum.

Auglýsendur fullyrða að hugmyndasmiðir stjónarfars sem leiddi þjóðina í þrot muni ná fyrri styrk í næstu kosningum. Auglýsingar og áróður hjálpar þjóðinni að gleyma ábyrgð þeirra og gjörðum eða aðgerðaleysi og næg eru tólin. Sjónvarp, útvarp, dagblöð, glanstímarit, tölvupóstar, bloggarar, facebook og þeir borga fjölda fólks fyrir að skrifa og tengja og fegra og rífa í og draga ofan í svaðið.

Hver kannast ekki við myndina af Geir Haarde og frú utan á einu glanstímaritinu sem nú príðir hillur k0396735verslana þegar gengið er að greiðslukössunum. Jú Geir vill að við vorkennum honum vegna þess að HANN hefur átt það svo erfitt. En í stjórnartíð sinni hefur hann komið því til leiðar að skera þarf niður ríkisútgjöld á næsta ári sem nemur allri heilbrigðisþjónustunni og öllum háskólunum og öllum menntaskólunum og kannski gott betur. Það þarf að skera niður fyrir yfir 200 milljarða.

Geir og sjálfstæðisflokkurinn hafa komið því til leiðar að 17.000 eru nú atvinnulausir (það er næstum því íbúafjöldinn í Hafnarfirði) og fleiri munu missa vinnuna. Atvinnuleysistryggingasjóður tæmist í águst. En hvað vill sjálfstæðisflokkurinn jú hann vill komast aftur á þing því ekki ætlar hann að vera í neinu hallæri.

Þjóðin má éta það sem úti frís en það ætla sjálfstæðismenn ekki að gera því þeir ætla að halda áfram að grilla.

Fátækir fara á vonarvöl og millistéttin verður fátæk og þetta er í boði sjálfstæðismanna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki best að halda til haga þessum "óborganlegu" Gullkornum Hannesar.

M.a. "íslenska ríkið er skuldlaust" - og - "hér er fjármagn bak við lántökurnar".

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 08:16

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Við munum byrja berja búsáhöldin aftur í haust og kannski fyrr.

Arinbjörn Kúld, 8.3.2009 kl. 11:02

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ógeð á ógeð ofan. Öll atkvæði góð, hvort sem þau eru samúðar eða blinduatkvæði arg og garg endalaust.

Rut Sumarliðadóttir, 8.3.2009 kl. 14:55

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þeim er ekkert heilagt þessum köppum þegar kemur að valdabaráttunni

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.3.2009 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband