Íslendingar borga fyrir gerræði valdhafanna?

Eva Joly er hugrökk kona sem tekst á við ofurvald. Hún segir frá einstökum sigrum við glæpaklíkur sem arðræna almenning. En glæpaklíkurnar eru ráðandi í heiminum og það verður ekki fyrr en almenningur áttar sig á arðráninu og þrýstir á valdhafa að raunverulega verður tekið á þessum vanda.

Hún telur að ekki verði unnt að ná samfélagssáttmála við íslensku þjóðina nema uppgjör fari fram á spillingu og glæpum sem tengjast bankahruninu. Eva bendir á að aðstæður séu hagstæðar nú til þess að fá því framgengt að skattasjól verði opnuð rannsakendum.

Valdhafar sem tengjast spillingunni og glæpsamlegu framferði auðvaldsins drepa oft niður rannsóknir þegar þeir telja að gengið sé of nærri þeim.

Lykilorðið í hennar málflutningi er "ÓHÁÐ rannsókn". Þetta þýðir að rannsóknarhópurinn sé þannig skipaður að tengsl einstaklinga innan hans séu ekki með þeim hætti við valdhafa eða auðvald að það varpi skugga á trúverðugleika.

Þessu hefur því miður ekki tekist að ná fram hér á Íslandi. Björn Bjarnason skipaði kunningja sína í rannsóknarnefnd en nefndin tapar þar með trúverðugleika. Það hefur líka sýnt sig að ekkert hefur verið dregið fram í dagsljósið sem varðar Landsbanka og Glitni en spurningin er hvort að forysta sjálfstæðisflokksins sé ekki blóðug upp að öxlum í Landsbankamálinu. Þessi spurning er eðlileg þegar litið er til þess að EKKERT var afhjúpað um glæpsamleg athæfi og spillingu í bönkunum í allt haust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Flott kona Eva...vonandi hlusta sem flestir á hana

Hólmdís Hjartardóttir, 8.3.2009 kl. 17:28

2 identicon

Björn Bjarnason jaha. Lesid bloggid hans dagana eftir fall Kaupthings. Madurinn thvadrar um frumvörp sem HANN fekk i gegn a Althingi. Man ekki lengur hvad thessi frumvörp fjölludu um, liklega ad fjarlægja fjölmidlahulu af glæpamönnum sem pissa a bak vid skur og umsvifalausa fangelsun fyrir budahnupl. Eini madurinn sem hafdi vald til ad gera eitthvad i malinu let OPINBERLEGA i ljos ad hann hugdist halda ad ser höndum.

The outlaw (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband