Er ég með of mikinn bölmóð?

Ég fékk eftirfarandi póst frá konu sem les bloggið mitt eftir að hún hafði horft á Evu Joly í Silfrinu:

Bloggið þitt er sko ekki "neikvætt" heldur tilraun til að láta fólk skilja og vakna. Það er forsenda fyrir jákvæðum breytingum.

Eins Eva Joly sagði:
Réttlætið VERÐUR að ná fram að ganga!
 - þetta er nauðsynleg forsenda til að efla skilning og afl almennings til að verja sig og stoppa þetta helvíti sem tröllríður heiminn.

Kannski tekst henni að opna einhverjum "ráðamönnum"  hér á landi sýn og kjark - ?

Markmið mitt með bloggi mínu er að efla skilning almennings á þeim glæpum sem framdir hafa verið hér og þeim skelfilegum afleiðingum sem þeir eiga eftir að hafa fyrir þjóðina.

Við verðum að rísa upp og andmæla!

Látum ekki svæfa okkur!

Ég þakka Agli Helgasyni fyrir að standa vaktina

Hér er úrdráttur úr viðtalinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er sammála þessari konu. Bloggið þitt er nauðsynlegt! Ég hef auðvitað ekki kynnst þér nema hér og svo í gegnum síma þannig að ég er auðvitað ekki rétti dómarinn til að skera úr um það hvort þú ert almennt neikvæð en en ég treysti mér til að meta það að bloggið þitt er fyrst og fremst raunsætt!

Það er líka nóg af bjartsýnisröddum sem eru að reyna að tala gegn neikvæðum afleiðingum ástandsins (best að taka það fram að ég efast ekki um að þeir eru margir sem þurfa á slíku að halda) þannig að við þurfum virkilega á fólki eins og þér að halda. Fólki sem minnir okkur reglulega á hvernig blákaldur raunveruleikinn lítur út. Láttu engan telja þér trú um annað!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.3.2009 kl. 17:24

2 Smámynd: Offari

Þú mátt ekki vera svona svartsýn. Nei nei ég er líka svarsýnn og hef líka litla trú á að stjórnvöld ráði við vandann. Við getum ekki unnið okkur út úr þessu fyrr en við leggjum niður allar pólitískar deilur og skiptum út úreltu flokksræði. Samstaða þjóðar er okkur lífsnauðsyn án hennar gerist ekkert.

Offari, 8.3.2009 kl. 18:23

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já rétt hjá þér Offari samstaða og líka einnig vitund þjóðar. Þetta reddast ekki vegna þess að það eru of margir valdamiklir sem vilja ekki að þetta reddist. Þess vegna verðum við að redda þessu sjálf.

Rakel raunsæi er að mínu mati af hinu góða. Með því að horfast í augu við veruleikann aukum við líkurnar á því að okkur takist að takast á við vandamálin á uppbyggjandi hátt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.3.2009 kl. 18:32

4 identicon

þig þyrstir i réttlæti, ekkert að því...

The outlaw (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 18:45

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sammála því hjá þér Jakobína!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.3.2009 kl. 18:59

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

The outlaw kannski ekki réttlæti fremur réttlátt samfélag þar sem leikreglurnar byggja ekki á svindli.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.3.2009 kl. 19:28

7 identicon

Sammála þér Jakobína, einhvernvegin finnst mer það líka göfuglegra að þyrsta i réttlæti tilhanda öllum.

The outlaw (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 19:44

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já, já sjálfstæðismenn mega líka fá réttláta meðferð, hvað sem það nú þýðir.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.3.2009 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband